Fréttir: febrúar 2013 (Síða 2)

Ekki gera ekki neitt - algengt að kynferðisbrotamál séu þögguð niður innan fjölskyldunnar - 6 feb. 2013

,,Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það skylda að tilkynna svona mál til barnaverndarnefndar" segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í viðtali í DV þann 6. febrúar, aðspurður hvernig best sé að taka á því þegar misnotkunarmál koma upp í fjölskyldum.

Heildarfjöldi mála í Barnahúsi þrefaldaðist í janúar! - 1 feb. 2013

Mikið álag hefur verið á starfsfólki Barnahúss í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Mjög margir foreldrar og skólar hafa haft samband og eru órólegir vegna barna í umhverfi þeirra. Tæplega þreföldun var á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði. Barnahús fékk til sín eða var þegar með 51 mál til meðferðar í janúarmánuði. Af þeim eru 19 mál í bið eftir úrvinnslu. Má geta þess að allt árið í fyrra bárust Barnahúsi 279 mál eða að meðaltali 23 mál í hverjum mánuði.
Síða 2 af 2

Fleiri greinar


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica