Fréttir: 2019 (Síða 2)

Þrír PMTO meðferðaraðilar bætast í hópinn - 1 júl. 2019

Þann 21. júní sl. við sumarsólstöður útskrifuðust þrír PMTO meðferðaraðilar í Hörpu. PMTO stendur fyrir Parent Management Training Oregon eða foreldrafærniþjálfun. Viðkomandi hófu nám haustið 2016 en tóku hlé á námi sínu og luku því núna. Tvær þeirra starfa hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og sú þriðja hefur starfað hjá Grindavíkurbæ. Er þeim öllum óskað heilla sem PMTO meðferðaraðilar.

Stórsókn í þjónustu við börn - ný framkvæmdaáætlun í barnavernd samþykkt á Alþingi þann 12. júní sl. - 24 jún. 2019

Félagsmálaráðuneytið, Barnaverndarstofa og barnaverndarnefndir sveitarfélaga munu vinna samkvæmt áætluninni með meginmarkmið barnaverndarlaga að leiðarljósi; að tryggja viðunandi uppeldisskilyrði barna og að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega og árangursríka aðstoð.

Barnaverndarstofa auglýsir eftirfarandi störf til umsóknar - 17 maí 2019

Barnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin stendur á tímamótum vegna aukinna verkefna og eftirspurnar eftir þjónustu og leitar að öflugum sérfræðingum til starfa.

Heiða Björg Pálmadóttir er nýr forstjóri Barnaverndarstofu en hún hefur verið skipuð í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl sl. - 2 maí 2019

Guðrún Þorleifsdóttir hefur tekið við sem yfirlögfræðingur stofunnar en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu frá 2011. Jóhanna Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á meðferðar- og fóstursviði Barnaverndarstofu en hún hefur starfað sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins síðan 2013

Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019 - 2022 - 2 maí 2019

Áætlunin er umfangsmikil og er skipt niður í eftirfarandi átta stoðir:
A. Samstarf og heildarsýn í málefnum barna.
B. Breytingar á barnaverndarlögum.
C. Snemmtæk íhlutun og fyrirbyggjandi aðgerðir.
D. Stuðningur vegna barna á fósturheimilum.
E. Meðferð alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda.
F. Bætt verklag í barnavernd.
G. Kannanir, rannsóknir og gæðamat.
H. Eftirfylgni og innleiðing breytinga.

Úthlutun úr þróunarsjóði innflytjendamála - 15 apr. 2019

Samtök kvenna af erlendum uppruna í samvinnu við Barnaverndarstofu fengu úthlutað úr sjóðnum til að vinna að þróunarverkefni sem ber yfirskriftina: Tryggjum jöfn tækifæri með samstarfi

VIÐ VILJUM VITA - Hlaðvarp Barnaverndartsofu beinir kastljósi sínu að barnavernd og málefnum barna sem eiga í vanda - 11 apr. 2019

Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, fer í loftið fyrsti þáttur hlaðvarps Barnaverndarstofu Við viljum vita og er stefnt að því að nýir þættir komi inn að lágmarki mánaðarlega. Þar verður talað við starfsfólk í barnavernd, ráðamenn málaflokksins og áhugaverða einstaklinga sem tengjast honum. Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Páll Ólafsson og honum til aðstoðar er Martin Bruss Smedlund. 

Í fyrsta þættinum er rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og þar fáum að vita hvað hann hefur að segja um sína sýn á barnavernd og þjónustu við börn. 

Opnun útibús Barnahúss á Norðurlandi - 27 mar. 2019

Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra fékk Barnaverndarstofa veglega gjöf frá félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og Lögreglunni á Norðurlandi eystra svo hægt væri að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. 

Upptökur af 10 ára afmælisráðstefnu MST - 18 feb. 2019

Þann 27. nóvember 2018 hélt Barnaverndarstofa ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá því að fyrsta MST teymið tók til starfa hér landi. Fjallað var um áhrif og árangur MST í meðferð hegðunar- og vímuefnavanda í nærumhverfi.

Síða 2 af 3

Fleiri greinar


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica