• Hjólabrettastelpa

Barnaverndarstofa hefur tekið saman upplýsingar um tilkynningar sem borist hafa barnaverndarnefndum fyrstu þrjá mánuði ársins 2021, sem og helstu tölur varðandi úrræði á þeirra vegum.

Tilkynningum hefur fjölgað

21 jún. 2021

Tilkynningum hefur fjölgað

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Fjöldi tilkynninga á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 var 3.565 tilkynningar.

Flestar tilkynningar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 voru vegna vanrækslu líkt og árin á undan eða 43,9% allra tilkynninga. Næst flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barns, og þar á eftir vegna ofbeldis. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var um 0,7% allra tilkynninga, sem er svipað hlutfall og síðustu ár.

Tilkynningum vegna vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit hefur farið fjölgandi en á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 bárust 21,5% fleiri tilkynningar en á sama tímabili árið 2020.

Tilkynningar er varða heimilisofbeldi voru 43,1% fleiri á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 miðað við sama tímabili árið áður.

Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis voru alls 224 talsins á fyrstu 3 mánuðum ársins 2021. Eru það 86,7% fleiri tilkynningar ef miðað er við fyrstu 3 mánuði ársins. Raunar er staðan sú að sá fjöldi tilkynninga sem borist hefur barnaverndarnefndum landsins vegna kynferðislegs ofbeldis eru svipað margar og bárust á fyrstu 6 mánuðum síðastliðinna ára.

Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur farið fjölgandi. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 25,7% fleiri tilkynningar frá skólum en á sama tímabili ársins 2020 og tilkynningar frá heilbrigðisþjónustu eru 28,5% fleiri sé miðað við sama tímabil.

Umsókum um meðferðarúrræði og fósturheimili fækkar

Umsóknum um meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 miðað við sama tímabil árið á undan, úr 48 umsóknum í 38. Flestar umsóknir bárust um MST, en fækkaði þó á milli ára.

Beiðnum til Barnaverndarstofu um fósturheimili fækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 úr 43 beiðnum í 38 miðað við sama tímabil árið á undan og munar þar mest um beiðnir um tímabundið fóstur, en slíkum beiðnum fækkaði mest samanborið fyrstu þrjá mánuði 2020.

Umsóknum um leyfi til að gerast fósturforeldrar voru heldur fleiri á tímabilinu janúar til mars 2021 miðað við sama tímabil í fyrra, eða 14 samanborið við 11 árið 2020.

Vistunum á lokaðri deild á Stuðlum, fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 fækkaði samanborið við síðustu ár. Vistunardagar fyrstu 3 mánuði ársins 2021 voru um helmingur af fjölda vistunardaga yfir sama tímabil árið á undan.

 

 

Mikil aukning í Barnahúsi

Mikil aukning hefur verið á fjölda skýrslutaka í Barnahúsi, sé miðað við árin á undan. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 voru skýrslutökur 98, en það er 53% fleiri skýrslutökur en voru teknar á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.

Skýrslutökur varða annars vegar kynferðislegt ofbeldi eða hins vegar líkamlegt- og heimilisofbeldi. Flestar skýrslutökur voru vegna kynferðislegs ofbeldis en aukning á slíkum skýrslutökum nemur um 158% á milli ára miðað við sama tímabil í fyrra.

Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir voru 25 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 en 31 á sama tímabil á árinu 2020. Stúlkur voru í meirihluta þeirra barna sem komu í rannsóknarviðtöl fyrstu þrjá mánuði ársins 2021, líkt og fyrri ár. 

Hér má nálgast skýrslu um tilkynningar fyrstu þrjá mánuði áranna 2019.2020 og 2021

 

Hér má nálgast skýrslu um úrræði og þjónustu fyrstu þrjá mánuði áranna 2019, 2020 og 2021


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica