Barnaverndarstofa hlýtur jafnlaunavottun

29 jún. 2020

Barnaverndarstofa hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.  

Lokaúttekt var framkvæmd af Versa vottun ehf. í lok maí og í kjölfarið fékk stofnunin staðfestingu á vottun þann 15. júní sl. Jafnframt hefur stofnunin fengið heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Stofnunin er afar stolt af því að hafa hlotið jafnlaunavottun og staðfestingu á því að hún starfræki stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnanlegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Á meðfylgjandi mynd má sjá Gná Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Versa vottunar og Birnu Dís Eiðsdóttur, vottunarstjóra hjá Versa vottun afhenda Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, Guðrúnu Sigurjónsdóttur, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu og Sigurbjörgu Yngvadóttur, skjala- og gæðastjóra Barnaverndarstofu, vottorð þessu til staðfestingar. 

Mynd-jafnlaunavottun_1593420435747 


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica