Barnaverndarstofa hlýtur jafnlaunavottun

29 jún. 2020

Barnaverndarstofa hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.  

Lokaúttekt var framkvæmd af Versa vottun ehf. í lok maí og í kjölfarið fékk stofnunin staðfestingu á vottun þann 15. júní sl. Jafnframt hefur stofnunin fengið heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Stofnunin er afar stolt af því að hafa hlotið jafnlaunavottun og staðfestingu á því að hún starfræki stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnanlegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Á meðfylgjandi mynd má sjá Gná Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Versa vottunar og Birnu Dís Eiðsdóttur, vottunarstjóra hjá Versa vottun afhenda Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, Guðrúnu Sigurjónsdóttur, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu og Sigurbjörgu Yngvadóttur, skjala- og gæðastjóra Barnaverndarstofu, vottorð þessu til staðfestingar. 

Mynd-jafnlaunavottun_1593420435747 


Nýjustu fréttir

05 000 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21 000 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07 000 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01 000 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

28 000 2020 : Barnaverndarþingi 2020 frestað

Í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi í samfélaginu vegna Covid19 faraldursins hefur Barnaverndarstofa ákveðið að fresta áætluðu Barnaverndarþingi um óákveðinn tíma.

Barnaverndarþingið hefur verið mikilvægur viðburður fyrir starfsfólk innan barnaverndarkerfisins sem og annarra sem vinna með börnum. Núverandi aðstæður bjóða ekki upp á þá nánd og samskipti sem einkenna þingið.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica