Barnaverndarstofa stendur fyrir fræðslufundi um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum

Fundurinn er ætlaður fyrir formenn og fulltrúa barnaverndarnefnda, félagsmálastjóra, yfirmenn og starfsfólk barnaverndarnefnda

5 mar. 2018

Fræðslufundur um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum 

Efni fundarins: Farið verður yfir rétt og heimild til aðgangs að gögnum hjá barnaverndarnefndum; samspil 45. gr. barnaverndarlaga (Upplýsingaréttur og aðgangur að gögnum máls ) við 15. 16. og 17. gr. stjórnsýslulaga (Upplýsingaréttur, Gögn undanþegin upplýsingarétti, Takmörkun á upplýsingarétti ), hvaða reglur gilda um aðgang að upplýsingum skv. III. kafla upplýsingalaga ( Aðgangur aðila að upplýsingum um hann sjálfan ) og hvernig á að haga málsmeðferð og framkvæmd þegar ákveðið er að takmarka eða synja um aðgang að gögnum. 
Fyrir hverja: Formenn og fulltrúa barnaverndarnefnda, félagsmálastjóra og starfsfólk barnaverndarnefnda  Kennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur og varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.  
Fundarstaður: Menntavísindasvið Háskóla Íslands Stakkahlíð. ( Gamli Kennaraháskólinn)
Salurinn heitir Bratti, gengið inn af bílastæði Háteigsmegin.  
Fundartími: 6. mars kl 10 00 - 13 00.
Streymi: Boðið verður uppá streymi af fundinum
https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9c61a289-c4cc-4b5f-9ea4-a9ad06e4479a

Hér er hægt að sjá glærur af fyrirlestrinum


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica