Börnum ekki vísað frá lokaðri deild Stuðla

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, heimsótti Stuðla þann 28 júní sl. en þar er rekin meðferðardeild og lokuð deild fyrir börn með fíknivanda.

1 júl. 2019

Börnum sem vísað er á Stuðla hefur fjölgað. Ásmundur Einar hefur lagt ríka áherslu á að bregðast við því og gaf undir lok síðasta árs út þau tilmæli að engum börnum skyldi vísað frá lokaðri deild Stuðla, en þá hafði í einhverjum tilfellum þurft að vista þau í fangaklefum vegna plássleysis. Var í kjölfarið gripið til þess ráðs að breyta húsnæði Stuðla og bæta við plássum.


Ásmundur Einar skoðaði í heimsókninni aðstæður á Stuðlum og ræddi við Funa Sigurðsson sálfræðing og forstöðumann Stuðla og Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Hann lýsti ánægju sinni með þær ráðstafanir sem búið er að gera, en engu barni hefur verið vísað frá lokuðu deildinni frá því tilmælin voru gefin út. „Er það ekki hvað síst starfsfólki Stuðla að þakka sem hefur látið verkin tala,“ sagði Ásmundur Einar.

Hér er hægt að sjá frétt um heimsóknina á heimasíðu ráðuneytisins. 

 

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica