Diplómanám í foreldrafærniþjálfun

11 jan. 2022

Þann 22. nóvember 2021 fór af stað Diplómanám í foreldrafærniþjálfun. Diplómanámið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og nýstofnaðar Barna- og Fjölskyldustofu. Að námi loknu uppfylla nemendur alþjóðleg viðmið um menntunarkröfur PMTO meðferðaraðila. 

Um er að ræða hagnýtt nám sem miðar að því að gera nemendur færa um að veita fjölskyldum PMTO meðferð, hvort sem er einstaklingslega eða í hóp. Í samræmi við framkvæmdaráætlun í barnavernd er markmið námsins jafnframt að styrkja starfsfólk á landsvísu í störfum sínum með fjölskyldu og börnum

 Nemendur koma víðs vegar af landinu og munu útskrifast úr náminu árið 2023. Það er okkur mikið tilhlökkunarefni að fá fleiri PMTO meðferðaraðila til starfa.  


Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica