Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Barnaverndastofa efla samstarf um kennslu og rannsóknir

29 maí 2020

Efla á rannsóknir og kennslu á sviði barnaverndar samkvæmt samstarfssamningi sem fulltrúar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu undirrituðu í vikunni.

Barnaverndarstofa og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hafa um áratugaskeið átt gott samstarf um nám og kennslu sem tengist barnavernd og markmið nýs samnings er að efla það enn frekar í þágu barnaverndarstarfs á landinu öllu.

Samkvæmt samningnum munu sérfræðingar Barnaverndarstofu sinna að kennslu í Félagsráðgjafardeild eins og kostur er og jafnframt veita ráðgjöf vegna kennslu á sviði barnaverndar í bæði grunn- og framhaldsnámi í félagsráðgjöf. Þar er aðallega horft til barnaverndarlaga, skipulagra vinnubragða, notkunar gagnreyndra aðferða og mælitækja. Aðilarnir tveir munu jafnframt vinna að því að nemendur í félagsráðgjöf fái starfsþjálfun á vinnustöðum barnaverndar.

Barnaverndarstofa mun skipa fulltrúa í starfshóp Félagsráðgjafardeildar sem ætlað er að skoða hvernig efla má rannsóknir á barnaverndarstarfi og nýta þær í þágu samfélagsins. Starfshópnum er einnig ætlað að veita ráðgjöf og gera tillögur um kennslu á sviði barnaverndar við deildina.

Barnaverndarstofa og Félagsráðgjafardeild munu vinna sameiglega að stefnumótun um rannsóknir og þróunarverkefni á sviði barnaverndar, en hún tekur m.a. til rannsóknarverkefna framhaldsnema í starfsréttindanámi, vísindarannsókna og vísindamiðlunar á sviði barnaverndar og ritunar sögu barnaverndar hér á landi.

Samningurinn tekur þegar gildi en þess má geta að fyrsta verkefnið sem unnið verður í tengslum við hann er greining á stöðu þekkingar á sviði barnaverndar hér á landi. Hana vinnur nemandi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands í sumar fyrir tilstyrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna og undir leiðsögn fulltrúa Barnaverndarstofu og Félagsráðgjafardeildar.

BG_barnaverndarstofa_hi_200526_001-minnst-

Guðný Björk Eydal, prófessor og deildarforseti Félagsráðgjafardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, handsala samninginn nýja í takt við sóttvarnakröfur samtímans.

 

BG_barnaverndarstofa_hi_200526_004-minnst

Fulltrúar Háskóla Íslands og Barnaverndastofu glaðbeitt að lokinni undirritun samningsins.

 

 


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica