Fjölgun námskeiða fyrir fósturforeldra - Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri

Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl.

18 jún. 2018


Pride-1

Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri en þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl. Frá árinu 2004 hefur Barnaverndarstofa undirbúið fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur með námskeiði sem byggir á bandarísku kennsluefni í fósturmálum, Foster Pride. Á námskeiðinu fer einnig fram ákveðið hæfnismat.  Námsefnið hefur einnig verið innleitt á Norðurlöndum og víðar um Evrópu. Um 500 þátttakendur hafa lokið Foster Pride námskeiði hér á landi á 14 ára tímabili en námskeiðin hafa verið haldin tvisvar á ári.

Sú nýbreyttni varð árið 2017 að bjóða sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri en þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðið byggir á Foster Pride kennsluefninu en er stytt og aðlagað að þörfum hópsins. Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl. en fyrirhugað er að endurtaka námskeiðið í haust.

Þann 8. júní sl. lauk Foster Pride námskeiði, þar sem 16 fósturforeldrar luku hæfnismati og bættust í hóp fósturforeldra. Fyrsta námskeiði ársins 2018 lauk 27. apríl sl. þar sem 19 fósturforeldrar bættust í hópinn. Næsta Foster Pride námskeið hefst 1. september nk. og er mögulegt að bæta við þátttakendum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bvs@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica