Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í maí 2020Í maí 2020 bárust alls 1.244 tilkynningar til barnaverndarnefnda fjölgaði úr 1.058 frá mánuðinum á undan.

16 jún. 2020

Tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu hafa verið yfir meðaltali síðustu þrjá mánuði í röð. Eru þessar tölur sérstakt áhyggjuefni og mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Hér er hægt að lesa greiningu Barnaverndarstofu á tilkynningum í maí 2020.

Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í maí 2020

Í maí 2020 bárust alls 1.244 tilkynningar til barnaverndarnefnda fjölgaðu úr 1.058 frá mánuðinum á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 1.135 tilkynningar og minnst 810 tilkynningar á einum mánuði og er meðaltal tilkynninga á umræddu tímabili 955. Fjöldi tilkynninga í mars og apríl 2020 var aðeins yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan en innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða. Fjöldi tilkynninga í maí hinsvegar er yfir meðaltali og fleiri tilkynningar hafa ekki borist í einum mánuði á því tímabili sem hér er til samanburðar. Mest er fjölgun tilkynninga í maí á landsbyggðinni.

Fjöldi tilkynninga gegnum 112

Þegar skoðaðar eru tilkynningar sem bárust gegnum 112 þá bárust í maí 2020 alls 99 tilkynningar til nefnda gegnum neyðarnúmerið og er það fækkun úr 141 tilkynningu mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 99 tilkynningar og minnst 46 tilkynningar frá 112 í einum mánuði og er meðaltal tilkynninga sem bárust frá 112 á umræddu tímabili 80. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 sem bárust gegnum 112 eru því jafn margar og þegar þær voru flestar á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en mesti fjöldinn var í apríl 2020, 141 tilkynning.

Fjöldi tilkynninga þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu

Í maí 2020 bárust alls 90 tilkynningar til barnaverndarnefnda þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu sem er svipaður fjöldi og mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 74 tilkynning tilkynningar og minnst 41 tilkynning á einum mánuði þar sem barn er talið í yfirvofandi hættu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 56. Fjöldi slíkra tilkynninga í mars, apríl og maí 2020 er því töluvert yfir meðaltali á samanburðartímabili.

Hverjir tilkynna?

Í maí 2020 bárust alls 86 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá foreldrum barns, heldur fleiri en mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 86 tilkynningar og minnst 52 tilkynningar á einum mánuði frá foreldrum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 66. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá foreldrum barns eru því yfir meðaltali og jafn margar og hæsta gildi á því tímabili sem notað er til samanburðar, en fleiri tilkynningar bárust frá foreldrum í mars 2020 eða 93 tilkynningar.

Í maí 2020 bárust alls 197 tilkynning til barnaverndarnefnda frá skólum, en þær voru 61 mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 221 tilkynning og minnst 14 tilkynningar á einum mánuði frá skólum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 140. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá skólum eru því mun fleiri en bárust að meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en innan þeirra sveiflu sem getur verið á milli mánaða.

Eins og sjá má á tölunum þá fækkaði tilkynningum mikið í apríl sem bendir til þess að takmarkað skólahald hafi haft veruleg áhrif á forsendur skóla til að fylgjast með og láta barnaverndarnefndir vita af aðbúnaði barna. Hins vegar fjölgar tilkynningum frá leikskólum/dagforeldrum. Í maí 2020 bárust alls 31 tilkynning samanborið við 21 tilkynningu mánuðinn á undan.

Í maí 2020 bárust alls 122 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá nágrönnum og er það svipaður fjöldi og mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 80 tilkynningar og minnst 48 tilkynningar á einum mánuði frá nágrönnum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 65. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá nágrönnum eru því töluvert fleiri en berast nefndum að meðaltali í hverjum mánuði.

Í maí 2020 barst alls 61 tilkynning til barnaverndarnefnda frá ættingjum, sem er fjölgun frá mánuðinum á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 70 tilkynningar og minnst 28 tilkynningar á einum mánuði frá nágrönnum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 46. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Í maí 2020 bárust alls 456 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá lögreglu samanborið við 487 tilkynningar mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 511 tilkynningar og minnst 301 tilkynning á einum mánuði frá lögreglu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 395. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því nokkuð yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Tilkynningum frá heilbrigðisstofnun fækkar og eru aðeins undir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Í maí 2020 bárust alls 141 tilkynning til barnaverndarnefnda frá öðrum aðilum og eru það fleiri tilkynningar en bárust mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 118 tilkynningar og minnst 54 tilkynningar á einum mánuði frá öðrum aðilum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 84. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá öðrum aðilum er því yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og ekki hafa áður borist jafn margar tilkynningar í einum mánuði á samanburðartímabilinu.

Hvað var tilkynnt um?

Ofbeldi

Í maí 2020 fjölgaði tilkynningum enn varðandi ofbeldi. Alls barst 371 tilkynning til barnaverndarnefnda varðandi ofbeldi gegn börnum, samanborið við 312 mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 292 tilkynningar og minnst 206 tilkynningar á einum mánuði um ofbeldi og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 254. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því töluvert yfir meðaltali miðað við tímabilið janúar 2019 – febrúar 2020 og fleiri á mánuði en allt tímabilið á undan sem samanburðurinn nær til.

Í maí 2020 fjölgar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi úr 55 tilkynningum í apríl í 82 tilkynningar í maí 2020. Tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi eru mun hærri í maí 2020 en að meðtali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en 250 tilkynningar bárust í maí 2020 en voru 162 að meðaltali á samanburðartímabili. Ekki hafa borist fleiri tilkynningar í einum mánuði á landsvísu á samanburðartímabilinu. Tilkynningum varðandi heimilisofbeldi fækkaði í maí 2020 miðað við mánuðinn á undan úr 129 tilkynningum í 111 tilkynningar. Að meðaltali bárust 73 tilkynningar varðandi heimilisofbeldi á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og er því fjöldi tilkynninga í maí yfir því meðaltali. Tölur varðandi kynferðislegt ofbeldi fjölgaði í maí 2020 miðað við mánuðinn á undan, en þá var fjöldi tilkynninga lægri en þegar fæstar tilkynningar bárust á samanburðartímabili. Tilkynningar í maí 2020 voru 47 og er fjöldi tilkynningar í maí yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en þá var meðalfjöldi tilkynninga um kynferðislegt ofbeldi 39.

Ljóst er að tilkynningar um ofbeldi hafa verið yfir meðaltali síðustu þrjá mánuði í röð. Eru þessar tölur sérsakt áhyggjuefni og mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Vanræksla

Tilkynningum um vanrækslu fjölgar milli mánaða. Í maí 2020 bárust alls 554 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi vanrækslu en 492 tilkynningar bárust mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 507 tilkynningar og minnst 307 tilkynningar á einum mánuði um vanrækslu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 401. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 um vanrækslu er því töluvert yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og ekki hafa borist fleiri tilkynningar um vanrækslu í einum mánuði á samanburðartímabilinu.

Tilkynningum þar sem vanræksla er varðandi umsjón og eftirlit barna fjölgar í maí úr 441 tilkynningu í 485 miðað við mánuðinn á undan. Tilkynningar eru yfir meðaltali tilkynninga á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 þegar tilkynningar voru 347 að meðaltali. Tilkynningar um foreldrar í neyslu fjölgar miðað við mánuðinn á undan úr 178 tilkynningum í 197 tilkynningar. Ekki hafa áður borist jafn margar tilkynningar á landsvísu í einum mánuði á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Tilkynningar varðandi líkamlega vanrækslu fækkaði í maí 2020 miðað við mánuðinn á undan úr 25 tilkynningum í 15 tilkynningar. Tilkynningar varðandi tilfinningalega vanrækslu voru jafn margar í maí 2020 og mánuðinn á undan eða 29 tilkynningar, einni fleiri en að meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Tilkynningar er varða vanrækslu varðandi nám fjölgar í maí 2020 úr 27 í 35 tilkynningar samanborið við mánuðinn á undan og eru yfir meðallagi miðað við tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, þegar að meðaltali bárust 20 tilkynningar.

Almennt er því vísbending um að tilkynningum til barnaverndarnefnda um vanrækslu sé að fjölga þar sem þær hafa verið yfir meðaltali í þrjá mánuði í röð. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Áhættuhegðun barns

Í maí 2020 bárust alls 304 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhættuhegðun barns, heldur fleiri en mánuðinn á undan þegar þær voru 241. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 380 tilkynningar og minnst 193 tilkynningar á einum mánuði um áhættuhegðun barns og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 293. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því aðeins yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Ófætt barn

Í maí 2020 bárust alls 15 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhyggjur af ófæddu barni, en mánuðinn á undan voru tilkynningar 13. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 12 tilkynningar og minnst 3 tilkynningar á einum mánuði vegna ófæddra barna og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 7. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 eru því fleiri en þegar flestar tilkynningar bárust á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.


Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica