• Kona að lesa fyrir barn

Fyrstu skrefin í nýju landi - bæklingur fyrir fjölskyldur sem flytja til Íslands

13 feb. 2023

Öll sem hafa einhvern tímann flutt til nýs lands vita hversu erfið fyrstu skrefin eru í framandi umhverfi. Til að koma til móts við þarfir fjölskyldna í slíkri stöðu hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við Pólska Skólann og Barna- og fjölskyldustofu gefið út upplýsingabæklinginn „Við og börnin okkar“.

Öll sem hafa einhvern tímann flutt til nýs lands vita hversu erfið fyrstu skrefin eru í framandi umhverfi. Fólk þarf að kynna sér marga nýja hluti á einu bretti; til dæmis hvernig haga á atvinnu- og húsnæðisleit og læra um réttindi og skyldur. Einnig getur reynt á þegar börn eru í fjölskyldunni og huga þarf að menntun og líðan þeirra.

Til að koma til móts við þarfir fjölskyldna í slíkri stöðu hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við Pólska Skólann og Barna- og fjölskyldustofu gefið út upplýsingabæklinginn „Við og börnin okkar“. Bæklingurinn kom fyrst út árið 2014 en hefur verið uppfærður og settur í nýjan búning.

Við og börnin okkar er upplýsingabæklingur fyrir foreldra/forsjáraðila og aðstandendur barna sem flytja til Íslands og eru að stíga sín fyrstu skref í nýju umhverfi. Bæklingurinn skýrir ábyrgð, réttindi og skyldur foreldra/forsjáaðila auk þess sem fjallað er um menntun barna og velferð fjölskyldunnar.

Bæklingurinn er í tveimur útgáfum, annars vegar á íslensku og ensku og hins vegar á íslensku og pólsku. Þessi framsetning hjálpar innflytjendum að læra ýmis hugtök á íslensku og auðveldar ráðgjöfum að nota hann í samskiptum við innflytjendur.

Bæklingurinn er aðgengilegur á vefsíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/vid-og-börnin-okkar

Á pólsku og íslensku: www.reykjavik.is/pl/my-i-nasze-dzieci 

Á ensku og íslensku: www.reykjavik.is/en/our-children-and-ourselves

Hægt er að fletta bæklingnum á vefnum, stækka á skjá eða hlaða niður í pdf sniði.

Gerð bæklingsins er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica