Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í október 2020 og borið þær saman við tölur fyrri mánaða 2020 sem og við tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020.

3 des. 2020

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Ekki hafa borist fleiri tilkynningar á einum mánuði og nú í október það sem af er ári, eða alls 1.336 talsins og varða þær fleiri börn, en tilkynningarnar vörðuðu 1.038 börn. Hlutfall tilkynninga á hvert barn er þó að jafnaði svipaður og fyrri mánuði.

Tilkynningar vegna ofbeldis hafa síðustu mánaða verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst. Er sérstaklega bent á að nú, á fyrstu 10 mánuðum ársins, hafa borist fleiri tilkynningar vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019.

Tilkynningar vegna vanrækslu hafa nú síðustu 8 mánuði verið stöðugt yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Að auki hafa nú, fyrstu 10 mánuði ársins, borist jafn margar tilkynningar vegna vanrækslu en allt árið 2019 og eru þær fleiri en bárust allt árið 2016, 2017 og 2018. Þá má sérstaklega nefna að ekki hafa fleiri tilkynningar borist vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu foreldris það sem af er þessu ári en núna í október. Að auki hafa nú, á fyrstu 10 mánuðum ársins, borist fleiri tilkynningar vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu foreldris en allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019.

Í október 2020 var heildarfjöldi tilkynninga um áhættuhegðun barns 436. Er það yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins.

Tilkynningar frá lögreglu voru 498 í október en ekki hafa borist fleiri tilkynningar frá lögreglu síðan byrjað var á mánaðarlegum samantektum í mars 2020.

Líkt og fyrri mánuði þessa árs hefur almenningur verið duglegur að tilkynna. Í október bárust 73 tilkynningar frá ættingjum sem er yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins janúar 2019- febrúar 2020. Tilkynningar frá nágrönnum í október voru 86 talsins og er það einnig yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins.

Hér má finna greininguna í heild sinni ásamt helstu tölumsem hér eru kynntar

Hér má finna skjal með tölulegum upplýsingum


Nýjustu fréttir

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

04. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til október 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica