• Kona á skrifstofu

Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í nóvember og desember 2020 og borið þær saman við tölur fyrri mánaða 2020 sem og við tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020.

4 feb. 2021

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til október 2020.

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Í nóvember bárust 1.144 tilkynningar vegna 922 barna og í desember voru tilkynningarnar 1.077 vegna 889 barna. Er fjöldi tilkynninga í nóvember því yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins en í desember var fjöldi tilkynninga innan þeirrar sveiflu sem vænta má á milli mánaða.

Tilkynningar vegna ofbeldis hafa síðustu mánuði verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst en yfir allt árið 2020 bárust 25,3% fleiri tilkynningar vegna ofbeldis árið 2019. Í nóvember bárust 138 tilkynningar vegna heimilisofbeldis en ekki hafa borist fleiri tilkynningar á einum mánuði vegna heimilisofbeldis.

Tilkynningar vegna vanrækslu hafa síðustu 10 mánuði verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Árið 2020 bárust 18,9% fleiri tilkynningar vegna vanrækslu en árið 2019. Þá hafa borist 27,5% fleiri tilkynningar vegna foreldra í áfengis- og eða fíkniefnaneyslu á árinu 2020 samanborið við árið 2019 og er munurinn enn meiri sé borið saman við árin þar á undan.

Ekki hafa borist fleiri tilkynningar frá heilbrigðisstofnun og í nóvember, þegar bárust 130 tilkynningar. Heldur færri tilkynningar bárust í desember.

Í nóvember bárust 55 tilkynningar frá ættingjum en í desember voru þær 68. Er það vel yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Tilkynningar frá nágrönnum í nóvember voru 87 talsins og er það yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins. Tilkynningar frá nágrönnum voru heldur færri í desember eða 59.

Hér má finna greininguna í heild sinni ásamt helstu tölum sem hér eru kynntar

Hér má finna skjal með tölulegum upplýsingum


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica