Heiða Björg Pálmadóttir er nýr forstjóri Barnaverndarstofu en hún hefur verið skipuð í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl sl.

2 maí 2019

Guðrún Þorleifsdóttir hefur tekið við sem yfirlögfræðingur stofunnar en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu frá 2011. Jóhanna Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á meðferðar- og fóstursviði Barnaverndarstofu en hún hefur starfað sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins síðan 2013

Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu, en hún hefur starfað sem settur forstjóri frá 1. mars 2018. Heiða Björg er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2004 og hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2008. Heiða Björg hefur stundað doktorsnám við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2013. Doktorsverkefni hennar lýtur að samspili málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttar annars vegar og réttar barna til verndar og umönnunar á friðhelgi fjölskyldunnar hins vegar. Áætluð námslok eru í ár. Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Hún annast stjórnsýslu á því sviði sem barnaverndarlög ná til. Heiða Björg hefur víðtæka reynslu á sviði barnaverndar. Hún hefur starfað sem yfirlögfræðingur Barnaverndarstofu frá ársbyrjun 2009 og verið settur forstjóri stofunnar í rúmt ár. Auk þess sat hún í barnaverndarnefnd Reykjavíkur frá 2006-2009. Heiða Björg hefur sömuleiðis víðtæka þekkingu og starfsreynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu. Frá 2004 starfaði hún sem lögfræðingur, fyrst hjá Tryggingastofnun og síðar hjá umboðsmanni Alþingis áður en hún tók við starfi yfirlögfræðings hjá Barnaverndarstofu. Þá hefur Heiða Björg sinnt stundakennslu í stjórnsýslurétti við Háskólann í Reykjavík og í félagsmála- og fjölskyldurétti við Háskóla Íslands.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica