Lokaráðstefna PROMISE verkefnisins - innleiðing Barnahúsa í Evrópu

Launching the European Barnahus Movement

12 jún. 2017

Miðvikudaginn þann 14. júní nk. verður lokaráðstefna Promise verkefnisins haldin í Brussels.
Promise er verkefni á vegum Eystrasaltsráðsins og fjármagnað af Evrópusambandinu og miðar að því að liðsinna Evrópuríkjum til að koma á fót Barnahúsum í Evrópu sjá nánar:  http://www.childrenatrisk.eu/promise/

Á síðustu mánuðum og misserum hafa verið opnuð barnahús í Litháen, Eistlandi, Lettlandi, Ungverjalandi og Möltu en í undirbúningi er opnun húsa á Kýpur, í Hollandi og Englandi auk þess sem unnið er að sama markmiði m.a. í Írlandi, Skotlandi, Þýskalandi, Póllandi, Búlgariu, Ukraínu og Þýskalandi.

Á ráðstefnunni sem ber heitið "Launching the European Barnahus Movement" verða yfir 90 þátttakendur frá meira en 30 löndum. Það er vitað að margir fleiri hafa áhuga á þessu málefni og góðu fréttirnar eru þær að það verður hægt að horfa á ráðstefnuna á tengli sem er að finna á síðu Promise: " a live stream of the conference" en einnig verður þar hægt að horfa á upptökuna síðar. Búast má við að framlag Íslands í þessari merku þróun verði til umfjöllunar af hálfu fleiri en eins frummælenda á ráðstefnunni en þrír fyrirlesarar eru frá Íslandi. Hér er hægt að finna umfjöllun um fyrirlesara, "Speakers Presentation".

Á heimasíðu Promise er hægt að finna upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar  "Agenda". Hér er einnig hægt að finna efni sem gefið hefur verið út tengt verkefninu  "Publications". 


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica