Lokaráðstefna PROMISE verkefnisins - innleiðing Barnahúsa í Evrópu

Launching the European Barnahus Movement

12 jún. 2017

Miðvikudaginn þann 14. júní nk. verður lokaráðstefna Promise verkefnisins haldin í Brussels.
Promise er verkefni á vegum Eystrasaltsráðsins og fjármagnað af Evrópusambandinu og miðar að því að liðsinna Evrópuríkjum til að koma á fót Barnahúsum í Evrópu sjá nánar:  http://www.childrenatrisk.eu/promise/

Á síðustu mánuðum og misserum hafa verið opnuð barnahús í Litháen, Eistlandi, Lettlandi, Ungverjalandi og Möltu en í undirbúningi er opnun húsa á Kýpur, í Hollandi og Englandi auk þess sem unnið er að sama markmiði m.a. í Írlandi, Skotlandi, Þýskalandi, Póllandi, Búlgariu, Ukraínu og Þýskalandi.

Á ráðstefnunni sem ber heitið "Launching the European Barnahus Movement" verða yfir 90 þátttakendur frá meira en 30 löndum. Það er vitað að margir fleiri hafa áhuga á þessu málefni og góðu fréttirnar eru þær að það verður hægt að horfa á ráðstefnuna á tengli sem er að finna á síðu Promise: " a live stream of the conference" en einnig verður þar hægt að horfa á upptökuna síðar. Búast má við að framlag Íslands í þessari merku þróun verði til umfjöllunar af hálfu fleiri en eins frummælenda á ráðstefnunni en þrír fyrirlesarar eru frá Íslandi. Hér er hægt að finna umfjöllun um fyrirlesara, "Speakers Presentation".

Á heimasíðu Promise er hægt að finna upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar  "Agenda". Hér er einnig hægt að finna efni sem gefið hefur verið út tengt verkefninu  "Publications". 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica