• Hjólabrettastelpa

Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

9 mar. 2023

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Tilgangur þessara málstofa er að draga línu í sandinn, líta til baka á sl 2-3 ár og fara yfir hvað við getum lært af Covid tímum. Á hverri málstofu verða haldin erindi um afmarkað efni er viðkemur börnum og barnavernd.

Á morgun, þann 10. mars 2023, er þriðji fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum.

Málstofan er opin öllum og verður bæði haldin í eigin persónu í húsakynnum Barna- og fjölskyldustofu, Borgartúni 21, sem og í streymi.

Þeir sem hafa hug á að koma í eigin persónu eru beðnir um að senda skilaboð, í gegnum facebook síðu Barna- og fjölskyldustofu eða á netfangið malstofa@bofs.is

Málstofan byrjar kl 9:00 og er til 10:30.

Málstofa í eigin persónu: húsið opnar kl 8:30
Málstofa í streymi: útsending byrjar kl 8:50 

Hér má nálgast hlekk á streymið


 Þetta vefsvæði byggir á Eplica