• Kona að lesa fyrir barn

Málþing um afdrif fósturbarna

Barna- og fjölskyldustofu heldur málþing um afdrif fósturbarna í samvinnu við Háskóla Íslands þann 2. júní nk.

19 maí 2023

Fjallað verður um nýjustu rannsóknir ásamt því að gefin verður innsýn hvernig staðið er að undirbúningi þess að fara úr fóstri. Fyrirlesarar á málþinginu koma frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Málþingið fer fram á ensku og verður streymt í gegnum Youtube. Hlekkur á streymið verður settur á viðburð málþingsins á Facebook https://fb.me/e/43WI0Rhiz

Ekki þarf að skrá sig á málþingið. Hægt verður að koma með spurningar í gegnum streymið. Málþingið verður tekið upp og verður aðgengilegt á heimasíðu BOFS eftir að því lýkur. 

Nánari upplýsingar verða birtar á Facebook viðburði málþingsins.

Dagskrá málþingsins má nálgast hér


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica