Námskeið fyrir fósturforeldra

Barnaverndarstofa hefur frá árinu 2004 haldið Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra. Á næstu vikum lýkur 29. námskeiðinu þar sem tuttugu verðandi fósturforeldar fá undirbúning undir hlutverkið.

15 mar. 2018

Barnaverndarstofa hefur frá árinu 2004 haldið Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra. Á næstu vikum lýkur 29. námskeiðinu þar sem tuttugu verðandi fósturforeldar fá undirbúning undir fósturforeldrahlutverkið. Alls hafa 474 þátttakendur lokið Foster Pride námskeiði á vegum Barnaverndarstofu. Námskeiðið felur m.a. í sér hæfnismat þar sem þátttakendur sjálfir og umsjónarmenn námskeiðs leggja sameiginlega mat á hæfni og möguleika viðkomandi til að taka barn i fóstur. Um er að ræða bandarískt kennsluefni í fósturmálum sem hefur verið innleitt á Norðurlöndum og víðar um Evrópu. 

Nánari upplýsingar um innihald og fyrirkomulag Foster Pride er að finna á heimasíðu Barnaverndarstofu en hér eru einnig að finna upplýsingar varðandi umsókn um leyfi fósturforeldra og umsóknargögn. Námskeiðin hafa frá upphafi verið haldin tvisvar á ári og byrjað í febrúar og september ár hvert. Áform eru um að halda viðbótarnámskeið í apríl til júní vegna aukinnar eftirspurnar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bvs@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica