Félagsmálaráðherra Svíþjóðar heimsækir Barnahús

19 mar. 2003

Berit Andnor félagsmálaráðherra Svíþjóðar var í stuttri heimsókn á Íslandi á dögunum og falaðist eftir að fá að skoða Barnahús. Hún hitti Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, á ráðstefnu í Stokkhólmi fyrir stuttu og jókst þá áhugi hennar á að koma og skoða húsið. Eins og Morgunblaðið greindi frá þann 11. mars sl. sagði Berit við komuna "Mér finnst þetta mjög áhugavert. Íslendingar hafa fundið upp aðferð til að rannsaka ofbeldi á börnum sem er mjög sérstakt og einsdæmi í Evrópu. Þessi aðferð setur barnið í forgrunn og allir aðilar vinna saman að því að rannsaka ofbeldi gegn því. Allt er gert með hagsmuni barnsins fyrir brjósti og forðast er eftir fremsta megni að setja barnið í erfiðar aðstæður. Ég er mjög hrifin og verð að segja að það er mikill áhugi í Svíþjóð um Barnahús."

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica