Myndfundabúnaður - bætt þjónusta við barnaverndarnefndir

13 maí 2003

Barnaverndarstofa hefur skrifað undir samning við Grunn-Gagnalausnir ehf um kaup á myndfundabúnaði sem komið verður fyrir í fundarsal stofnunarinnar í Borgartúni 21. Búnaðurinn verður settur upp fljótlega og stefnt er að því að hann verði kominn í fulla notkun seinni hluta sumars.

Við væntum þess að búnaðurinn komi að góðum notum í samskiptum við barnaverndarnefndir og aðra samstarfsaðila okkar út um landið. Stefnt er að því að þegar Málstofur verða teknar upp aftur í haust verði þær sendar út með hjálp þessa búnaðar og að fræðslustarf stofunnar færist í framtíðinni að verulegu leyti í þennan sama farveg. Einnig mun hann vonandi gagnast okkur vel í erlendu samstarfi Barnavendarstofu sem er sífellt að aukast.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica