Auglýsing um rekstur meðferðarheimilis að Geldingalæk

18 jún. 2003

Barnaverndarstofa leitar eftir fólki til að taka að sér rekstur
meðferðarheimilis Barnaheilla á Geldingalæk. Geldingalækur er staðsettur á Rangárvöllum í u.þ.b. 100 km. fjarlægð frá Reykjavík. Um er að ræða meðferðarheimili fyrir börn á grunnskólaaldri þar sem fram fer enduruppeldi, meðferð, nám, vinna og starf með fjölskyldum skjólstæðinganna. Heimilið er einkarekið skv. þjónustusamningi við Barnaverndarstofu. Búseta á staðnum er skilyrði. Leitað er eftir fólki sem m.a. býr yfir eftirfarandi kostum:

- reynslu og menntun á sviði meðferðar barna og unglinga
- reynslu af fjölskyldumeðferð
- áhuga og getu til að skapa börnunum jákvætt fjölskylduumhverfi
- góðum samskiptahæfileikum


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf eigi síðar en 1. sept. 2003. Umsóknarfrestur er til 27. júní, 2003 og skal skila umsóknum til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir forstjóri eða staðgengill hans í síma 530 2600. Athugið að upplýsingar um Barnaverndarstofu sem og meðferðarheimilið að Geldingalæk má finna á þessari heimasíðu undir langtímameðferðarheimili

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica