YFIRLÝSING

25 ágú. 2003

Barnaverndarstofa vísar á bug þeim aðdróttunum sem fram komu í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins þann 20. ágúst um að Barnaverndarstofa hafi ekki rækt lögboðna eftirlitsskyldu sína með aðgerðarleysi í máli barns, sem Héraðsdómur Vestfjarða hefur nú staðfest að hafi sætt kynferðisofbeldi. Af þessu tilefni vill Barnaverndarstofa taka fram eftirfarandi:

1. Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða kemur fram að umrædd stúlka hafi sagt frá áreiti í sinn garð árið 2001, hvaða opinberir aðilar komu að því máli og staðfest að ekki hafi verið óskað rannsóknar lögreglu á meintu refsiverðu broti. Barnaverndarstofu var á þessum tíma með öllu ókunnugt um framvindu og afgreiðslu þess máls.

2. Eins og fram kemur í dómnum var mál stúlkunnar aftur tilkynnt barnaverndarnefnd árið 2002 og í kjölfarið réð nefndin Herdísi Hjörleifsdóttur félagsráðgjafa til að vinna við málið. Fram kom í fréttaviðtalinu við félagsráðgjafann að hún hafi leitað eftir ráðgjöf hjá Barnaverndarstofu eftir að hún hóf vinnslu málsins.

3. Ekkert kom fram í viðtali við félagsráðgjafann sem bendir til að erindi hennar hafi verið að óska eftir aðgerðum af hálfu Barnaverndarstofu vegna málsmeðferðar viðkomandi barnaverndarnefndar á fyrri stigum málsins, þ.e. áður en félagsráðgjafinn hóf störf fyrir nefndina. Úrlausnarefni stofunnar var því að leggja sitt af mörkum í því skyni að tryggja að vinnsla málsins á þessum tíma væri í samræmi lög og góðar verklagsreglur þannig að best þjónaði barninu.

4.Sá sérfræðingur Barnaverndarstofu, sem veitti félagsráðgjafanum ráðgjöf á þessum tíma, kannast ekki við að málsmeðferð nefndarinnar á fyrri stigum hafi komið til umræðu árið 2002 enda var þá rétt og eðlilegt að leggja höfuðáherslu á að tryggja hagsmuni telpunnar við þá rannsókn sem hafin var á máli hennar og tryggja málinu réttan farveg. Verður ekki annað ráðið af dómi Héraðsdóms Vestfjaða en að það hafi tekist.

5. Ranglega var haft eftir forstjóra Barnaverndarstofu að málið hafi farið "ranga boðleið" til stofnunarinnar, og er þar um að ræða eigin vangaveltur fréttamanns.

Barnaverndarstofa harmar ómálefnalega umfjöllun og óvönduð vinnubrögð fréttastofu Sjónvarps í þessu máli.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica