Börn á stofnunum og réttindi þeirra

21 okt. 2003

Í lok árs 2001 ákvað Evrópuráðið að skipa hóp sérfræðinga til þess að fjalla um börn á stofnunum í ljósi Barnasamnings Sameinuðu þjóðanna, einkum er varðar réttindi barna á stofnunum. Hópinn skipuðu fulltrúar frá sex aðildarríkjum Evrópuráðsins, og var Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu einn þeirra.

Sérfræðingahópurinn lauk störfum fyrr í þessum mánuði. Annars vegar samdi nefndin tilmæli til ráðherranefndar Evrópuráðsins um reglur um réttindi barna á stofnunum. Eru þessi tilmæli nú til meðferðar innan ráðsins og búast má við að þær verði lagðar fyrir ráðherranefndina næsta vor, eftir að aðildarríkjunum 45 hefur gefist kostur á að koma á framfærum athugasemdum. Hinn þátturinn í starfi nefndarinnar var að taka saman skýrslu um stöðu mála í Evrópu er varðar vistun barna á stofnunum, aðgerðir í forvarnarskyni og valkosti varðandi vistun barna utan heimilis. Var Braga Guðbrandssyni falið að annast ritun þeirrar skýrslu.

Skýrsla Braga hefur að geyma umfjöllun um áhrif stofnanavistunar á börn og samfélag. Skýrslan hefur jafnframt að geyma greiningu á eðli stofnanavistunar barna í aðildarríkjunum. Færð eru rök fyrir því að greina megi Evrópu í þrjú svæði m.t.t. algengi stofnanauppeldis, ástæðum þess og gæði umönnununar. Þá er sýnt fram á samhengi á milli algengis stofnanauppeldis annars vegar og velferðarþjónustu og fjölskyldustuðnings hins vegar. Fjallað er sérstaklega um vænleg úrræði (“best practices”), sem reynsla hefur sýnt að séu til þess fallin að draga úr aðskilnaði barna og foreldra og varna stofnanadvöl. Gerð er grein fyrir öðrum valkostum en stofnanadvöl þegar aðskilnaður barna og foreldra reynist óhjákvæmilegur. Sérstaklega er fjallað um mikilvægi eftirfylgdar þegar kemur að útskrift barna af stofnunum. Skýrslunni lýkur með umfjöllun um ábyrgð og mikilvægi þess hlutverk sem fagfólk hefur við vistun barna á stofnunum.

Skýrsla Braga mun verða gefin út á vegum Evrópuráðsins ásamt tilmælum til ráðherranefndarinnar um rétt barna á stofnunum er fyrr greinir. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar á málstofu Barnaverndarstofu mánudaginn 27. nóv. nk.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica