Börn á stofnunum og réttindi þeirra

21 okt. 2003

Í lok árs 2001 ákvað Evrópuráðið að skipa hóp sérfræðinga til þess að fjalla um börn á stofnunum í ljósi Barnasamnings Sameinuðu þjóðanna, einkum er varðar réttindi barna á stofnunum. Hópinn skipuðu fulltrúar frá sex aðildarríkjum Evrópuráðsins, og var Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu einn þeirra.

Sérfræðingahópurinn lauk störfum fyrr í þessum mánuði. Annars vegar samdi nefndin tilmæli til ráðherranefndar Evrópuráðsins um reglur um réttindi barna á stofnunum. Eru þessi tilmæli nú til meðferðar innan ráðsins og búast má við að þær verði lagðar fyrir ráðherranefndina næsta vor, eftir að aðildarríkjunum 45 hefur gefist kostur á að koma á framfærum athugasemdum. Hinn þátturinn í starfi nefndarinnar var að taka saman skýrslu um stöðu mála í Evrópu er varðar vistun barna á stofnunum, aðgerðir í forvarnarskyni og valkosti varðandi vistun barna utan heimilis. Var Braga Guðbrandssyni falið að annast ritun þeirrar skýrslu.

Skýrsla Braga hefur að geyma umfjöllun um áhrif stofnanavistunar á börn og samfélag. Skýrslan hefur jafnframt að geyma greiningu á eðli stofnanavistunar barna í aðildarríkjunum. Færð eru rök fyrir því að greina megi Evrópu í þrjú svæði m.t.t. algengi stofnanauppeldis, ástæðum þess og gæði umönnununar. Þá er sýnt fram á samhengi á milli algengis stofnanauppeldis annars vegar og velferðarþjónustu og fjölskyldustuðnings hins vegar. Fjallað er sérstaklega um vænleg úrræði (“best practices”), sem reynsla hefur sýnt að séu til þess fallin að draga úr aðskilnaði barna og foreldra og varna stofnanadvöl. Gerð er grein fyrir öðrum valkostum en stofnanadvöl þegar aðskilnaður barna og foreldra reynist óhjákvæmilegur. Sérstaklega er fjallað um mikilvægi eftirfylgdar þegar kemur að útskrift barna af stofnunum. Skýrslunni lýkur með umfjöllun um ábyrgð og mikilvægi þess hlutverk sem fagfólk hefur við vistun barna á stofnunum.

Skýrsla Braga mun verða gefin út á vegum Evrópuráðsins ásamt tilmælum til ráðherranefndarinnar um rétt barna á stofnunum er fyrr greinir. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar á málstofu Barnaverndarstofu mánudaginn 27. nóv. nk.

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica