Barnahús fimm ára

31 okt. 2003

Þann 1. nóvember 2003 voru fimm ár liðin frá því að Barnahús tók til starfa. Markmiðið með starfsemi hússins var að skapa vettvang fyrir samstarf þeirra opinberu aðila sem hlutverki hafa að gegna við rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum þannig að barni væri fyrir bestu. Á starfstíma hússins hafa hátt í sjö hundruð börn fengið þjónustu Barnahúss. Safnast hefur saman gríðaleg reynsla við framkvæmd rannsóknarviðtala, læknisskoðunar og meðferðar, sem hefur lagt grunninn að markvissu starfi í þágu barna.

Barnahús er byggt á fyrirmynd frá Bandaríkjunum, en starfsemi þess hefur verið aðlöguð að íslensku lagaumhverfi og hefðum. Starfsemin hefur vakið athygli víða um Evrópu og hlotið viðurkenningu sem fyrirmynd góðra starfshátta í þágu barna.

Í tilefni þessara tímamóta hefur Barnaverndarstofa ákveðið að láta framkvæma árangursmat á starfsemi hússins, sem m.a. taki til viðhorfa barna og aðstandenda þeirra ásamt samstarfsaðila um þjónustu hússins. Jafnframt hefur sú ákvörðun verið tekin að undirbúa meðferðarstarf fyrir börn sem beitt hafa önnur börn kynferðisáreitni eða ofbeldi. Stefnt er að því að þessi þjónusta geti hafist í byrjun næsta árs. Loks hefur þeim aðilum sem stóðu að stofnun Barnahúss ásamt Dómstólaráði verið boðið að skipa fulltrúa í fagráð, sem verði til samráðs og ráðgjafar um það sem lítur að starfsemi hússins

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica