Barnahús fimm ára

31 okt. 2003

Þann 1. nóvember 2003 voru fimm ár liðin frá því að Barnahús tók til starfa. Markmiðið með starfsemi hússins var að skapa vettvang fyrir samstarf þeirra opinberu aðila sem hlutverki hafa að gegna við rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum þannig að barni væri fyrir bestu. Á starfstíma hússins hafa hátt í sjö hundruð börn fengið þjónustu Barnahúss. Safnast hefur saman gríðaleg reynsla við framkvæmd rannsóknarviðtala, læknisskoðunar og meðferðar, sem hefur lagt grunninn að markvissu starfi í þágu barna.

Barnahús er byggt á fyrirmynd frá Bandaríkjunum, en starfsemi þess hefur verið aðlöguð að íslensku lagaumhverfi og hefðum. Starfsemin hefur vakið athygli víða um Evrópu og hlotið viðurkenningu sem fyrirmynd góðra starfshátta í þágu barna.

Í tilefni þessara tímamóta hefur Barnaverndarstofa ákveðið að láta framkvæma árangursmat á starfsemi hússins, sem m.a. taki til viðhorfa barna og aðstandenda þeirra ásamt samstarfsaðila um þjónustu hússins. Jafnframt hefur sú ákvörðun verið tekin að undirbúa meðferðarstarf fyrir börn sem beitt hafa önnur börn kynferðisáreitni eða ofbeldi. Stefnt er að því að þessi þjónusta geti hafist í byrjun næsta árs. Loks hefur þeim aðilum sem stóðu að stofnun Barnahúss ásamt Dómstólaráði verið boðið að skipa fulltrúa í fagráð, sem verði til samráðs og ráðgjafar um það sem lítur að starfsemi hússins

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica