Fimm ára afmæli Barnahúss fagnað

4 nóv. 2003

Barnahús hélt upp á fimm ára afmæli sitt þann 31. október sl. Af því tilefni var boðað til blaðamannafundar þar sem starfsemi Barnahúss var kynnt ásamt nýrri tölfræðiúttekt. Fréttamenn frá helstu fjölmiðlum mættu á blaðamannafundinn og hefur Barnahús fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga.

Að blaðamannafundi loknum var samstarfsaðilum og velunnurum Barnahúss boðið upp á léttar veitingar. Meðal gesta mátti sjá félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umboðsmann barna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður Barnahúss héldu stutt erindi og buðu gesti velkomna.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra fór hlýjum orðum um Barnahús og sagði meðal annars ,,stofnun Barnahússins fyrir fimm árum markaði tímamót í meðferð kynferðisafbrotamála gegn börnum hér á landi. Með stofnun þess sköpuðust forsendur fyrir samræmdri málsmeðferð allra þeirra sem að rannsókn máls koma. Ævinlega með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Fagmennska hefur aukist á þessu sviði og dýrmæt reynsla og þekking safnast saman á einum stað hér í Barnahúsi".

Ávarp félagsmálaráðherra má nálgast hérNýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica