Fimm ára afmæli Barnahúss fagnað

4 nóv. 2003

Barnahús hélt upp á fimm ára afmæli sitt þann 31. október sl. Af því tilefni var boðað til blaðamannafundar þar sem starfsemi Barnahúss var kynnt ásamt nýrri tölfræðiúttekt. Fréttamenn frá helstu fjölmiðlum mættu á blaðamannafundinn og hefur Barnahús fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga.

Að blaðamannafundi loknum var samstarfsaðilum og velunnurum Barnahúss boðið upp á léttar veitingar. Meðal gesta mátti sjá félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umboðsmann barna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður Barnahúss héldu stutt erindi og buðu gesti velkomna.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra fór hlýjum orðum um Barnahús og sagði meðal annars ,,stofnun Barnahússins fyrir fimm árum markaði tímamót í meðferð kynferðisafbrotamála gegn börnum hér á landi. Með stofnun þess sköpuðust forsendur fyrir samræmdri málsmeðferð allra þeirra sem að rannsókn máls koma. Ævinlega með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Fagmennska hefur aukist á þessu sviði og dýrmæt reynsla og þekking safnast saman á einum stað hér í Barnahúsi".

Ávarp félagsmálaráðherra má nálgast hér



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica