Fimm ára afmæli Barnahúss fagnað

4 nóv. 2003

Barnahús hélt upp á fimm ára afmæli sitt þann 31. október sl. Af því tilefni var boðað til blaðamannafundar þar sem starfsemi Barnahúss var kynnt ásamt nýrri tölfræðiúttekt. Fréttamenn frá helstu fjölmiðlum mættu á blaðamannafundinn og hefur Barnahús fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga.

Að blaðamannafundi loknum var samstarfsaðilum og velunnurum Barnahúss boðið upp á léttar veitingar. Meðal gesta mátti sjá félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umboðsmann barna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður Barnahúss héldu stutt erindi og buðu gesti velkomna.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra fór hlýjum orðum um Barnahús og sagði meðal annars ,,stofnun Barnahússins fyrir fimm árum markaði tímamót í meðferð kynferðisafbrotamála gegn börnum hér á landi. Með stofnun þess sköpuðust forsendur fyrir samræmdri málsmeðferð allra þeirra sem að rannsókn máls koma. Ævinlega með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Fagmennska hefur aukist á þessu sviði og dýrmæt reynsla og þekking safnast saman á einum stað hér í Barnahúsi".

Ávarp félagsmálaráðherra má nálgast hérNýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica