112: Sameiginleg símsvörun vegna móttöku tilkynninga

9 des. 2003

Á árinu 2001 aflaði Barnaverndarstofa upplýsinga hjá barnaverndarnefndum landsins um símanúmer vegna barnaverndarmála sem kunna að koma upp um kvöld og helgar. Athugunin leiddi í ljós að víða voru slík símanúmer ekki fyrir hendi sem augljóslega getur torveldað almenningi að tilkynna til barnaverndarnefndar grun um brot á barnaverndarlögum utan dagvinnutíma. Í ljós kom jafnframt að víða um landið hafa barnaverndarnefndir alls ekki skráð símanúmer til mótttöku barnaverndartilkynninga, jafnvel að degi til.

Í því skyni að auðvelda almenningi að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndarnefnda leitaði Barnaverndarstofa til forsvarsmanna Neyðarlínunnar, 112, um möguleika á að fyrirtækið tæki við tilkynningum, annað hvort með því að framsenda símtalið til viðkomandi barnverndarnefndar eða með því að skrá það niður. Í slíkum tilvikum er hugmyndin að starfsmenn 112 meti alvarleika þeirra og ákveði á grundvelli slíks mats hvort þeim verði komið strax á framfæri til starfsmanns barnaverndarnefndar eða hvort beðið verði til næsta virka dags.

Í upphafi ársins sendi Barnaverndarstofa bréf til allra barnaverndarnefnda landsins til að kanna vilja þeirra til þessarar hugmyndar. Í svörum meirihluta þeirra kemur fram áhugi á þátttöku.

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að undirbúningi verkefnisins. Öllum barnaverndarnefndum landsins var nýlega boðið til vettvangsheimsóknar þar sem starfsemi Neyðarlínunnar var kynnt.

Á næstu vikum verður haft samband við þær nefndir sem sýnt hafa áhuga á verkefninu til að kanna hvernig fyrirkomulagi á móttöku tilkynninga verði best háttað. Vonast er til að verkefnið komist til framkvæmda fljótlega á næsta ári. Verða þá Íslendingar fyrstir Evrópuríkja til að koma á sameiginlegri símsvörun í barnaverndarmálum.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica