Tilraunaverkefni um skilgreiningar og flokkun barnaverndarmála.

22 des. 2003

Árið 2002 vann Freydís Freysteinsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ, að ákveðnu kerfi til að freista þess að flokka betur barnaverndarmál. Freydís hefur kynnt þetta kerfi á nokkrum stöðum, m.a. á málstofu á Barnaverndarstofu. Þá vaknaði áhugi hjá all mörgum barnaverndarstarfsmönnum á að nýta kerfið í daglegri vinnu. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að prófa kerfið hjá nokkrum barnaverndarnefndum til að sjá hvort og þá á hvern hátt kerfið léttir starfsmönnum vinnuna og jafnframt hvernig eða hvort það skýrir og gerir sýnilegri þær ástæður sem leiða til þess að þörf er aðstoðar barnaverndaryfirvalda.

Mánudaginn 15. desember var haldinn fundur með þeim starfsmönnum sem munu taka þátt í verkefninu sem fer af stað 1. janúar 2004. Freydís kynnti kerfið sjálft og þær hugmyndir sem liggja að baki því og Anni G. Haugen talaði um framkvæmdina, sem mun verða í höndum Barnaverndarstofu. Nánari upplýsingar um markmið verkefnisins er að finna hér (PowerPoint-skjal).

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica