Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefndir

2 feb. 2004

Nýju barnaverndarlögin nr. 80/2002 gera ráð fyrir að félagsmálaráðuneytið setji nokkrar reglugerðir að fengnum tillögum Barnaverndarstofu. Stofan ákvað að setja saman starfshóp til að vinna að þessu verkefni svo fá mætti inn þau fjölmörgu sjónarmið sem nauðsynlegt er að taka tillit til við nánari útfærslu laganna. Leitað var eftir tilnefningum frá Samtökum félagsmálastjóra á Íslandi og Barnavernd Reykjavíkur og hafa Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri og starfsmaður Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Guðrún Frímannsdóttir framkvæmdarstjóri Barnaverndar Reykjavíkur unnið að því að semja reglugerðardrög ásamt starfsmönnum Barnaverndarstofu. Nú hefur fyrsta reglugerðin litið dagsins ljós, nr. 56/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd. Í reglugerðinni er fjallað um fjölmörg atriði sem tengjast málsmeðferð, svo sem skráningu tilkynninga til barnaverndarnefndar, könnun barnaverndarmáls, gerð áætlana, hlutverk talsmanns og skráningu og meðferð persónuupplýsinga hjá barnaverndarnefnd.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica