Réttargæslumaður neitar skýrslutöku í héraðsdómi Reykjavíkur

18 feb. 2004

Í fréttum ríkisútvarpsins í dag, miðvikudaginn 18. febrúar kemur fram að réttargæslumaður 5 ára drengs sem grunur leikur á að hafi verið beittur alvarlegu kynferðisofbeldi hafi í morgun neitað í héraðsdómi Reykjavíkur að skýrsla yrði tekin af drengnum þar. Réttargæslumaðurinn telur að hagsmunum drengsins sé betur borgið í Barnahúsi.

Réttargæslumaðurinn, Sif Konráðsdóttir lögmaður, krafðist þess í héraðsdómi í morgun að dómarinn, Sigríður Ingvarsdóttir, úrskurðaði formlega um hvar skýrslutakan fari fram. Málið var tekið fyrir rétt fyrir hádegi og er úrskurðurinn ekki fallinn. Fyrir nokkrum árum var nokkur deila um hvort betra væri að skýrslutökur í slíkum tilvikum væru teknar í Barnahúsi eða hjá dómstólum. Síðan hefur að því er virðist tekist gott samstarf milli Barnahúss og allra dómstólanna nema héraðsdóms Reykjavíkur. Á síðasta ári voru t.d. aðeins teknar skýrslur af tveimur börnum í Barnahúsi að ósk dómara í Reykjavík.

Réttargæslumaður drengsins sem kallaður var í dómhúsið í morgun telur mestu skipta að í Barnahúsi sé sérþjálfað kunnáttufólk í að tala við börn og umgjör skýrslutökunnar sé allt önnur í opinberu dómhúsi en í Barnahúsi þar sem aðstæður séu heimilislegar. (heimild: www.ruv.is)

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica