Skýrsla starfshóps um vegalaus erlend börn

21 apr. 2004

Á undanförnum árum hefur þess orðið vart í vaxandi mæli í nágrannaríkjum okkar að erlend börn, sem eru ein síns liðs, óska hælis eða finnast þar óskráð. Tilvik af þessu tagi eru fá enn sem komið er hér á landi en á vettvangi Eystrasaltsráðsins hefur verið sett á laggirnar samvinna um hvernig með mál þessara barna skuli fara. Í hverju landi hefur verið tilnefndur einn aðili til að hafa yfirumsjón með því að viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um umönnun barnanna og til að annast samskipti við slíka aðila í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðuneytið hefur verið tilnefnt til að gegna þessu hlutverki af Íslands hálfu.

Dómsmálaráðherra skipaði nýverið starfshóp til að móta tillögur um málsmeðferðarreglur í málum erlendra barna sem koma til Íslands án forsjáraðila sinna. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytinu, sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, Ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og Rauða Krossi Íslands. Starfshópurinn skilaði skýrslu í apríl 2004 sem hefur að geyma tillögur um aðgerðaráætlun og breytingar á reglugerð um útlendinga til samræmis við hana. Lögð var áhersla á að nota þau úrræði og verkferla sem til eru hér á landi og laga að þeim sérstöku þörfum sem fyrir hendi eru í þessum málum. Haft var að leiðarljósi að beitt yrði einstaklingsbundnum aðferðum og að þarfir barnanna sætu í fyrirrúmi. Starfshópurinn var sammála um að meginverkefni stjórnvalda varðandi foreldralaus börn sé að finna uppruna þeirra og sameina þau fjölskyldu þeirra í heimalandi með öruggum hætti. Nauðsynlegt sé að meðferð málanna taki eins skamman tíma og nokkur kostur er og jafnframt að börnin njóti traustrar umönnunar og þjónustu á meðan. Ef ekki reynist unnt að koma þeim heim þá yrði það í höndum Útlendingastofnunar að veita þeim hæli eða dvalarleyfi á Íslandi eftir atvikum og hlutverk barnaverndaryfirvalda að finna þeim viðeigandi frambúðarheimili. Starfshópurinn leggur til að kostnaður af slíkri fósturráðstöfun til lengri tíma greiðist úr ríkissjóði, en til þess þarf að gera breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002.

Í þeirri aðgerðaráætlun sem kynnt er í skýrslunni er ítarleg greining á hlutverkum og ábyrgð þeirra aðila sem að ferli hvers máls koma. Það eru lögregla, Útlendingastofnun, barnaverndarnefndir og Rauði kross Íslands, auk félagsþjónustu Reykjanesbæjar sem tekið hefur að sér umönnun þeirra sem sækja um hæli hér á landi og mun einnig taka að sér umönnun barnanna samkvæmt aðgerðaráætluninni.

Skýrslan um vegalaus börn er tiltæk á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica