Saga barnaverndar

18 maí 2004

Barnaverndarstofa hefur lengi ráðgert að láta skrifa sögu barnaverndar á Íslandi. Eftir norrænu barnaverndarráðstefnuna, sem haldin var hér á landi í ágúst 2003 var ákveðið að nota ágóðann af henni til að hefja þá vinnu.

Jón Þ. Þór, Fil.dr. hefur verið ráðinn til verksins. Jón lauk Cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1972 og Fil. dr. í hagsögu frá Gautaborgarháskóla árið 1995. Auk greina, ritgerða og ótal annarra fræðistarfa hefur Jón skrifað fjölda bóka um sagnfræði, m.a:. Sögu Ísafjarðar 1 – 1V, 1984 – 1990; Ránargull, yfirlit yfir sögu fiskveiða á Íslandi frá landnámsöld til skuttogaraaldar, 1997; Uppgangsár og barningsskeið. 2. bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi, 2003 og í ár er væntanleg Dr. Valtýr – Ævisaga og Saga Bolungarvíkur, 1. bindi.

Við ritun sögunnar verður lögð megináhersla á tímabilið frá því fyrstu barnaverndarlögin gengu í gildi hér á landi árið 1932 og fram til ársins 2007. Saga barna og barnaverndar á Íslandi verður þannig meginefni bókarinnar, en einnig verður litið til annarra landa, einkum Norðurlanda, til samanburðar eftir því sem þurfa þykir.

Komið verður á fót ritnefnd sérfróðra manna, sem mun aðstoða höfund, benda á heimildir og annast yfirlestur á handriti.

Gert er ráð fyrir að ritið komi út í apríl 2007, en þá eru 75 ár liðin frá gildistöku fyrstu barnaverndarlaganna.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica