Fyrsta Foster-Pride námskeiðinu lokið

2 jún. 2004

Þann 27. apríl sl. lauk fyrsta Foster-Pride námskeiðinu á Íslandi. Námskeiðið var haldið að Félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi og voru þátttakendur af Suðurlandi. Leiðbeinendur voru Soffía Ellertsdóttir og Hildur Sveinsdóttir. 24 byrjuðu á námskeiðinu en 21 luku því. Þótti námskeiðið takast með ágætum og lofar þessi frumraun góðu fyrir framhaldið. Athugasemdir þátttakenda um námskeiðið voru mjög jákvæðar og hér eru nokkur dæmi:

“Mjög gott námskeið fyrir alla sem koma að fósturmálum. Námskeiðið var hæfilega langt og skemmtilegt”.

“Námskeiðið var mjög gott. Nauðsynlegt fyrir alla fósturforeldra að fara á svona námskeið”.

“Námskeiðið skilaði meiru en ég bjóst við”

“Mjög fróðlegt og gott. Það ættu allir sem vinna við fósturmál að fara í gegnum þetta námskeið til þess að stuðla að því að allir vinni saman á sömu forsendum”.


Næsta námskeið er áætlað í haust og verður líklega haldið í Reykjavík.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica