Nýr formaður kærunefndar barnaverndarmála

24 jún. 2004

Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari hefur tekið við sem formaður kærunefndar barnaverndarmála af Ragnheiði Thorlacius. Kærunefndin er sem kunnugt er staðsett í félagsmálaráðuneytinu og starfsmaður nefndarinnar er Guðrún Erna Hreiðarsdóttir lögfræðingur. Til kærunefndar barnaverndarmála er unnt að skjóta ákvörðunum barnaverndarnefnda sem ekki verður skotið til dómstóla svo og tilteknum ákvörðunum Barnaverndarstofu. Nánari leiðbeiningar um kærunefndina er að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica