Fyrirlestur um meðferðarheimili

4 ágú. 2004

"Meðferð fyrir unglinga á stofnunum – hvað segja rannsóknir“

Fimmtudaginn 12. ágúst kl. 09.00 – 12.00 nk. mun norski sálfræðingurinn Tore Andreassen halda fyrirlestur á Barnaverndarstofu.

Tore Andreassen hefur unnið í barnaverndarmálum og á meðferðarstofnunum fyrir börn í Noregi í áraraðir. Að undanförnu hefur hann aðallega unnið að greiningum á börnum í vanda í Bodö auk þess sem hann hefur átt sæti sem sérfræðingur í “fylkisnefndum”, en þær nefndir hafa m.a. það hlutverk að taka þvingunarákvarðanir í barnaverndarmálum, t.d. um að barn eigi að vistast á stofnun gegn vilja sínum og/eða foreldra. Hann hefur m.a. ritstýrt skýrslu, (Behandling av ungdom i institusjonar Hva sier forskningen?) sem gerð var af Norðmönnum og Svíum þar sem skoðaðar voru niðurstöður mikils fjölda rannsókna, bæði alþjóðlegar og frá Norðurlöndum, um árangur af meðferð fyrir unglinga á stofnunum. Skýrslan er fjármögnuð af barna og fjölskylduráðuneytinu í Noregi, stjórn þeirra sem fóru með málefni meðferðarstofnana í Noregi (Statens institusjonsstyrelse) og sænskri rannsóknarstofnun (Centrum för utvärdering av socialt arbete). Í skýrslunni er fjallað ítarlega um hvað það er sem virkar vel í meðferð, hvað það er sem ekki virkar, hvað beri að varast og hvert beri að stefna í meðferðarmálum fyrir unglinga. Í skýrslunni er því að finna mikla þekkingu á eðli meðferðarstarfsins á stofnunum og yfirsýn yfir helstu rannsóknir sem til eru á þessu sviði.

Tore Andreassen er nú í forsvari fyrir tilraunaverkefni um “fyrirmyndarstofunun” þar sem tekið er tillit til niðurstöðunnar í fyrrnefndri skýrslu.

Tore Andreassen mun fjalla um þetta efni á fundi norrænna félagsmálaráðherra, sem haldinn verður hér á landi í næstu viku. Hann hefur tekið vel í beiðni Barnaverndarstofu um að halda einnig fyrirlestur fyrir starfsfólk meðferðarheimila, barnaverndarstarfsmenn og aðra sem áhuga hafa á efninu.

Í fyrirlestrinum 12. ágúst mun Tore Andreassen fjalla um skýrsluna og segja frá hugmyndum sem verið er að vinna að við undirbúning “fyrirmyndarstofnunarinnar”.

Glærur-pdf

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica