Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið.

24 ágú. 2004

Út er komin hjá Barnaverndarstofu ný rannsókn sem nefnist: „Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið. Hlutur Íslands í norrænni samanburðarrannsókn“.

Rannsóknin er unnin í samvinnu við Norðmenn og Dani og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Stjórnandi rannsóknarinnar var Turid Vogt Grinde, sálfræðingur og rannsakandi hjá NOVA, en hún vann norska hlutann ásamt Vigdisi Bunkholdt, sálfræðingi. Danski hlutinn var unninn af Tine Egelund og Signe Andrén Thomsen hjá Socialforskningsinstituttet og kom þeirra skýrsla út árið 2002. Íslenski hlutinn gerði Anni G. Haugen, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. Síðar í haust mun koma út norræn skýrsla, þar sem ákveðnir þættir barnaverndarstarfsins eru bornir saman með það í huga að reyna að skýra hvað það er sem ræður, þegar barnaverndarstarfsmenn eru að meta hvort rétt sé að taka barn af heimili eða veita því og fjölskyldu þess stuðning á heimilinu.

Skýrsluna er nú að finna á heimasíðu Barnaverndarstofu undir útgefið efni, en skýrsluna má einnig fá hjá Barnaverndarstofu og kostar hún kr. 2.500,-

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica