Foster Pride námskeið hefst 18.september nk

25 ágú. 2004

Laugardaginn 18. september nk. hefst Foster Pride námskeið fyrir verðandi og starfandi fósturforeldra. Skilyrði til þátttöku er að viðkomandi hafi samþykki barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi sínu sem fósturforeldri. Námskeiðið stendur yfir frá 18. september til 12. nóvember. Námskeiðið verður helgarnar 18. og 19. september, 16. og 17. október og föstudaginn 12. nóvember. Á milli tímanna fara leiðbeinendur í heimsóknir á heimili þátttakenda, 3-4 heimsóknir á hvert heimili.

Foster Pride er bandarískt að uppruna og uppbyggt sem undirbúningsnámskeið og úttektarferli fyrir fósturforeldra. Þar sem stefnan er að þeir sem hafa sótt námskeiðið gangi fyrir við val á fósturforeldrum er þeim boðið að taka þátt sem áður hafa fengið leyfi Barnaverndarstofu. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða er skilyrði að báðir sæki námskeiðið. Hámark þátttakenda á námskeiðinu eru 20 og mikilvægt að allir geti mætt alla daga námskeiðsins. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Barnaverndarstofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Leiðbeinendur verða Hildur Sveinsdóttir og Soffía Ellertsdóttir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi á meðan námskeið stendur yfir

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica