Oddfellowbræður gefa Stuðlum gjafir

3 nóv. 2004

Þriðjudaginn 2. nóvember komu Oddfellowbræður úr stúkunni Þorgeiri nr. 11 og
færðu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, rausnarlegar gjafir.

Um er að ræða 8 reiðhjól og hjálma, borðtennisborð og spaða, 8 bakpoka og
útivistarföt, innihokky, playstationtölva, leikfimidýnur og ýmiskonar annan
tómstundarútbúnað.
Stuðlar þakka þessar góðu gjafir sem, munu efla meðferðarstarf og auka
möguleika skjólstæðinga og starfsfólks. Ekki síst er það starfsfólki
mikilvægt að finna þann áhuga, hlýhug og traust sem birtist í þessum góðu
gjöfum, sem er vissulega mikil hvatning í starfi Stuðla.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica