Rannsókn á eftirfylgni eftir meðferð á langtímameðferðarheimili

23 nóv. 2004

Í október skrifaði Kristín Berta Guðnadóttir BA-ritgerð í félagsráðgjöf sem unnin var í samvinnu við Barnaverndarstofu. Í ritgerðinni var leitast við að varpa ljósi á upplifun unglinga og forsjáraðila þeirra á eftirfylgni eftir meðferð á langtímameðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Bornar voru saman tillögur sem meðferðaraðilar gera fyrir þá unglinga sem útskrifast og áætlanir sem barnaverndarstarfsmenn gera af sama tilefni. Þá var skoðað í hverju þessar tillögur fólust.

Helstu niðurstöður sýna að bæði unglingar og forsjáraðilar þeirra vilja fá meira og betra aðhald en var í raun. Fram kemur einnig nauðsyn þess að vinna með allri fjölskyldunni svo árangur meðferðar nýtist sem best. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að koma upp markvissri eftirmeðferð hér á landi og tryggja að allir sem hverfa úr umsjá barnaverndar sitji við sama borð. Niðurstöður erlendra rannsókna styðja þetta og sýna að börn sem hafa verið í umsjá barnaverndaryfirvalda eiga fremur á hættu að lenda undir fátæktarmörkum síðar en einnig að þessi hópur er í meiri hættu hvað varðar tilraunir til sjálfsvíga.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica