Rannsókn á eftirfylgni eftir meðferð á langtímameðferðarheimili

23 nóv. 2004

Í október skrifaði Kristín Berta Guðnadóttir BA-ritgerð í félagsráðgjöf sem unnin var í samvinnu við Barnaverndarstofu. Í ritgerðinni var leitast við að varpa ljósi á upplifun unglinga og forsjáraðila þeirra á eftirfylgni eftir meðferð á langtímameðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Bornar voru saman tillögur sem meðferðaraðilar gera fyrir þá unglinga sem útskrifast og áætlanir sem barnaverndarstarfsmenn gera af sama tilefni. Þá var skoðað í hverju þessar tillögur fólust.

Helstu niðurstöður sýna að bæði unglingar og forsjáraðilar þeirra vilja fá meira og betra aðhald en var í raun. Fram kemur einnig nauðsyn þess að vinna með allri fjölskyldunni svo árangur meðferðar nýtist sem best. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að koma upp markvissri eftirmeðferð hér á landi og tryggja að allir sem hverfa úr umsjá barnaverndar sitji við sama borð. Niðurstöður erlendra rannsókna styðja þetta og sýna að börn sem hafa verið í umsjá barnaverndaryfirvalda eiga fremur á hættu að lenda undir fátæktarmörkum síðar en einnig að þessi hópur er í meiri hættu hvað varðar tilraunir til sjálfsvíga.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica