Ný viðbygging tekin í notkun á Stuðlum

8 des. 2004

Föstudaginn 3. desember sl. var tekin í notkun viðbygging við meðferðarstöð fyrir unglinga á Stuðlum. Viðstaddir opnunina voru Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu, ásamt starfsfólki Stuðla, og samstarfsaðilum, og fulltrúum þeirra sem komu að hönnun og byggingu.

Viðbyggingin hýsir lokaða deild Stuðla (Neyðarvistun). Með þessari byggingu er bætt úr brýnni þörf deildarinnar fyrir bætta aðstöðu, fyrir skjólstæðinga, vistunaraðila og starfsfólk.

Við hönnum byggingarinnar hefur verið fyrst og fremst hugað að öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Þar verður aðstaða til að taka við mjög erfiðum skjólstæðingum og mæta ýtrustu öryggisþörfum, þegar slíkar aðstæður koma upp. Í viðbyggingunni eru 5 herbergi fyrir skjólstæðinga, hreinlætisaðstaða, herbergi sem notað verður til leitar, og læknisskoðana. Rúmgott vaktherbergi og úr því séðst yfir alla deildina og garð. Auk þessa eru í viðbyggingu, 2 skrifstofur, viðtalsherbergi og fundarherbergi og aðstaða fyrir móttöku.

Með þessari byggingu verður raunauking á deildinni um 2 - 3 rými vegna þess að herbergin eru einstaklingsherbergi, en voru áður tveggja manna herbergi. Samhliða þessum bættu aðstæðum eru breytingar á innra starfi deildarinnar í mótun þar sem verður lögð áhersla á bætta þjónustu.

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica