Ný viðbygging tekin í notkun á Stuðlum

8 des. 2004

Föstudaginn 3. desember sl. var tekin í notkun viðbygging við meðferðarstöð fyrir unglinga á Stuðlum. Viðstaddir opnunina voru Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu, ásamt starfsfólki Stuðla, og samstarfsaðilum, og fulltrúum þeirra sem komu að hönnun og byggingu.

Viðbyggingin hýsir lokaða deild Stuðla (Neyðarvistun). Með þessari byggingu er bætt úr brýnni þörf deildarinnar fyrir bætta aðstöðu, fyrir skjólstæðinga, vistunaraðila og starfsfólk.

Við hönnum byggingarinnar hefur verið fyrst og fremst hugað að öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Þar verður aðstaða til að taka við mjög erfiðum skjólstæðingum og mæta ýtrustu öryggisþörfum, þegar slíkar aðstæður koma upp. Í viðbyggingunni eru 5 herbergi fyrir skjólstæðinga, hreinlætisaðstaða, herbergi sem notað verður til leitar, og læknisskoðana. Rúmgott vaktherbergi og úr því séðst yfir alla deildina og garð. Auk þessa eru í viðbyggingu, 2 skrifstofur, viðtalsherbergi og fundarherbergi og aðstaða fyrir móttöku.

Með þessari byggingu verður raunauking á deildinni um 2 - 3 rými vegna þess að herbergin eru einstaklingsherbergi, en voru áður tveggja manna herbergi. Samhliða þessum bættu aðstæðum eru breytingar á innra starfi deildarinnar í mótun þar sem verður lögð áhersla á bætta þjónustu.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica