Ársskýrsla 2003

17 jan. 2005

Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2003 er nú í prentun og verður henni dreift á næstunni til allra samstarfsaðila stofunnar. Verulegur dráttur hefur orðið á útgáfu hennar þar sem skil margra barnaverndarnefnda á ársskýrslum hafa dregist óhóflega og óvenju margar leiðréttingar hefur þurft að gera á tölulegum upplýsingum nefndanna.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér og einnig á heimasíðunni undir Barnaverndarstofa - útgefið efni.

Tölulegar upplýsingar frá barnaverndarnefndunum sýna að umfang starfs þeirra heldur áfram að vaxa. Þannig var fjöldi þeirra barna sem nefndirnar og starfslið þeirra höfðu afskipti af 4.695 og er það um 5% fjölgun á milli ára. Dregið hefur úr hlutfallslegri fjölgun á milli ára, sem bendir e.t.v. fyrst og fremst til meiri stöðugleika í skráningu. Sá fjöldi barna sem barnaverndarnefndir höfðu afskipti af árið 2003 nemur um 6% af heildarfjölda barna á aldrinum 0 til 18 ára á Íslandi, sem telja verður æði hátt hlutfall. Heildarfjöldi nýrra barnaverndartilkynninga var 5.012 og lætur því nærri að 14 tilkynningar bærust barnaverndarnefndum dag hvern alla daga ársins. Um er að ræða ríflega 7% fjölgun á milli ára.

Nokkuð dró úr eftirspurn eftir meðferð á árinu 2003 í samanburði við árið á undan en sótt var um meðferð fyrir 195 börn, sem er svipað og árin 2000 og 2001. Ein skýringin er hið nýja úrræði “styrkt fóstur”, sem ætlað er að mæta þörfum barna með geð- eða hegðunarraskanir þegar hagsmunum þeirra er betur borgið með dvöl á einkaheimili frekar en í meðferð. Alls nutu 9 börn þessa úrræðis á árinu og létti það nokkuð álag á langtímameðferðarheimili. Á árinu 2003 var enginn biðlisti eftir vímuefnameðferð líkt og árið á undan.

Barnahúsið átti 5 ára starfsafmæli á árinu 2003. Tilkoma þess olli þáttaskilum í meðferð og vinnslu kynferðisbrotamála á Íslandi. Á fyrstu fimm árum í starfsemi hússins voru tekin 678 rannsóknarviðtöl við börn, 372 börn fengu meðferð og 149 læknisskoðun. Þessar tölur eru talsvert hærri en reiknað hafði verið með þegar starfsemin var undirbúin. Þær fela í sér vísbendingu um þá miklu sérhæfingu og reynslu sem starfslið Barnahúss býr nú í þessum málaflokki. Það eru því vonbrigði að enn gætir tregðu hjá nokkrum dómurum vísa málum í húsið, einkum úr Reykjavík.

Á árinu 2003 varð mikil fjölgun rannsóknarviðtala í Barnahúsi. Alls voru tekin 210 rannsóknarviðtöl, sem er fjórðungs aukning frá árinu á undan. Raunar hefur árlegur fjöldi rannsóknarviðtala tvöfaldast frá árinu 2000. Svipuð fjölgun varð á greiningar- og meðferðarviðtölum en alls fengu 110 börn meðferð, sem er nærri þreföldun frá árinu 2000. Svo virðist því sem fjölgun mála ætli engan endi að taka. Þá vekur athygli að nánast öll fjölgun rannsóknarviðtala og barna í meðferð er utan Reykjavíkur, einkum á landsbyggðinni.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica