112 dagurinn á Íslandi í fyrsta sinn 11. febrúar nk

9 feb. 2005

Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin – 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.

Árangur af starfi þessara aðila byggir á hraða, samvinnu og skipulagi. Þeir taka höndum saman um að kynna starfsemi sína föstudaginn 11. febrúar þegar 112 dagurinn er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri upp á 11. febrúar ár hvert.

Fjölbreytt dagskrá í Smáralind
Viðamikil dagskrá verður í Smáralind í Kópavogi kl. 14-18, annars vegar í göngugötunni og hins vegar á bílaplaninu að norðanverðu, við Smárabíó. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir meðal annars björgun og lendir á bílaplaninu kl. 15.00.

Göngugatan
kl. 14.00 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp
kl. 14.10 Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2004
kl. 14.20 Verðlaun í Eldvarnagetraun LSS 2004
kl. 14.30-18.00
· Sjúkraflutningamenn sýna búnað og mæla blóðsykur gesta
· Sýnikennsla í skyndihjálp
· Björgunarsveitarmenn sýna búnað sinn
· Tækjabíll umferðardeildar ríkislögreglustjórans
· Kynning á starfsemi 112 og viðbragðsaðila
· Útkall 2004 – ljósmyndasýning
· Bein vefútsending frá varðstofum 112 og Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu og frá tækjasýningu á bílaplani á 112.is og rls.is

Stórbrotin tækjasýning á bílaplaninu við Smárabíó
kl. 15.00-18.00 verða þyrla, sjúkrabíll, slökkvibíll, björgunarbíll, vettvangsstjórabíll lögreglu, sprengjubíll Landhelgisgæslunnar og vélmenni til sprengjueyðingar til sýnis.
kl. 15.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.
kl. 16.00 SHS sýnir björgun fólks úr bílflaki með klippum og glennum.
kl. 17.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.

Opið hús víða um land
Fjöldi viðbragðsaðila víða um land býður almenningi í heimsókn eftir hádegi. Almenningi gefst þá kostur á að ræða við starfsmenn og skoða margvíslegan búnað. Gestum verður víða boðið upp á hressingu.

· Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð kl. 14-18
· Slökkvistöðin á Sauðárkróki kl. 14-18
· Slökkvistöðin á Ísafirði kl. 14-18
· Slökkvistöðin á Akureyri kl. 14-18
· Slökkvistöðin í Keflavík kl. 14-18
· Lögreglan á Akureyri kl. 14-18
· Lögreglan í Vestmannaeyjum 14-17
· Lögreglan á Sauðárkróki kl. 14-18
· Lögreglan á Blönduósi 14-16
· Lögreglan og fleiri á Húsavík 13-18


Nánari upplýsingar:
Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri í síma 895 5807, gaji@mmedia.is.



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica