112 dagurinn á Íslandi í fyrsta sinn 11. febrúar nk

9 feb. 2005

Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin – 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.

Árangur af starfi þessara aðila byggir á hraða, samvinnu og skipulagi. Þeir taka höndum saman um að kynna starfsemi sína föstudaginn 11. febrúar þegar 112 dagurinn er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri upp á 11. febrúar ár hvert.

Fjölbreytt dagskrá í Smáralind
Viðamikil dagskrá verður í Smáralind í Kópavogi kl. 14-18, annars vegar í göngugötunni og hins vegar á bílaplaninu að norðanverðu, við Smárabíó. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir meðal annars björgun og lendir á bílaplaninu kl. 15.00.

Göngugatan
kl. 14.00 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flytur ávarp
kl. 14.10 Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2004
kl. 14.20 Verðlaun í Eldvarnagetraun LSS 2004
kl. 14.30-18.00
· Sjúkraflutningamenn sýna búnað og mæla blóðsykur gesta
· Sýnikennsla í skyndihjálp
· Björgunarsveitarmenn sýna búnað sinn
· Tækjabíll umferðardeildar ríkislögreglustjórans
· Kynning á starfsemi 112 og viðbragðsaðila
· Útkall 2004 – ljósmyndasýning
· Bein vefútsending frá varðstofum 112 og Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu og frá tækjasýningu á bílaplani á 112.is og rls.is

Stórbrotin tækjasýning á bílaplaninu við Smárabíó
kl. 15.00-18.00 verða þyrla, sjúkrabíll, slökkvibíll, björgunarbíll, vettvangsstjórabíll lögreglu, sprengjubíll Landhelgisgæslunnar og vélmenni til sprengjueyðingar til sýnis.
kl. 15.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.
kl. 16.00 SHS sýnir björgun fólks úr bílflaki með klippum og glennum.
kl. 17.00 Landhelgisgæslan og SHS sýna björgun sjúklings í þyrlu.

Opið hús víða um land
Fjöldi viðbragðsaðila víða um land býður almenningi í heimsókn eftir hádegi. Almenningi gefst þá kostur á að ræða við starfsmenn og skoða margvíslegan búnað. Gestum verður víða boðið upp á hressingu.

· Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð kl. 14-18
· Slökkvistöðin á Sauðárkróki kl. 14-18
· Slökkvistöðin á Ísafirði kl. 14-18
· Slökkvistöðin á Akureyri kl. 14-18
· Slökkvistöðin í Keflavík kl. 14-18
· Lögreglan á Akureyri kl. 14-18
· Lögreglan í Vestmannaeyjum 14-17
· Lögreglan á Sauðárkróki kl. 14-18
· Lögreglan á Blönduósi 14-16
· Lögreglan og fleiri á Húsavík 13-18


Nánari upplýsingar:
Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri í síma 895 5807, gaji@mmedia.is.Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica