MST ráðstefna 12 maí nk

1 mar. 2005

Ráðstefna um MST verður haldin 12.maí nk á Hótel Loftleiðum. MST er aðferð sem hefur verið þróuð við læknaháskólann í Charleston í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Aðferðin sem gengur undir vinnuheitinu “fjölbragðaglíma” en á ensku Multi Systemic Therapy (skammstöfun MST) er beitt til þess að fást við óæskilega (andfélagslega) hegðun unglinga svo sem vegna afbrota, útigangs, umgengni við óæskilega félagahópa, skróp í skóla o.s.frv. Á ráðstefnunni mun Scott Henggeler sem er einn af upphafsmönnum MST kynna hvernig aðferðin festi rætur í Bandaríkjunum, fjalla um þá hugmyndafræði sem að baki aðferðinni býr. Þá mun hann gera grein fyrir þeirri matstækni sem þróuð hefur verið samhliða til að meta árangur MST. Hið síðastnefnda þykir mikill styrkur aðferðarinnar enda eru gerðar ríkulegar kröfur í þeim efnum sem og um árangur. Eftir efni og aðstæðum mun Henggeler taka dæmi um meðferð barna.

Terje Ogden frá Noregi sem hefur haft yfirumsjón með framkvæmd MST aðferðarinnar þar í landi sem náð hefur útbreiðslu um gervallan Noreg, mun m.a. fjalla um framkvæmdina þar í landi, m.a. hvað varðar menningarleg atriði sem fást þarf við og annan undirbúning. Hann mun einnig segja frá því hvernig mat á aðferðinni hefur farið fram í Noregi.

Cynthia Swenson mun greina frá því hvernig MST aðferðinni hefur verið beitt til þess að koma til móts við þarfir þeirra barna sem gjarnan eru skjólstæðingar barnaverndaryfirvalda. Þetta umfjöllunarefni mun væntanlega höfða mjög til þeirra sem veita þeim börnum aðstoð sem eiga í vanda vegna vanrækslu og illrar meðferðar.

Fyrirlesarinn Melisa Rowland mun beina sjónum að þeim skjólstæðingum sem gjarnan eru viðfangsefni geðheilbrigðisstofnana, eiga með öðrum orðum við geðrænan vanda að etja, kvíða, þunglyndi, geðröskum o.sfrv. Hún mun einnig víkja að möguleikum þess að beita MST aðferðinni gagnvart þeim sem komist hafa í kast við lög, ef til vill sökum geðræns ástands.

Í sérstakri auglýsingu á þessari heimasíðu er getið starfstitils allra fyrirlesara. Þá má finna að neðan tengla sem leiðir til eldri fréttar á heimasíðu Barnaverndarstofu um MST aðferðina. Síðast en ekki síst má tengjast heimasíðu Adfersentret í Ósló sem annast rannsóknir um MST í Noregi. Á þeirri síðu má svo rekja sig áfram til fjölda tengla þar sem fá má upplýsingar um hvaðeina sem snertir MST aðferðina.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda upplýsingar í tölvupósti til herdis@bvs.is


Auglýsing

Eldri frétt um MST

MST í Noregi

Dagskrá

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira