Réttindi barna á stofnunum

23 mar. 2005

Hinn 16. mars sl. samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins sérstök tilmæli til aðildarríkjanna er varðar réttindi barna á stofnunum, “Reccommendation on the Rights of Children Living in Institutions”. Um er að ræða útfærslu á réttindum barna skv. Barnasamningi S.þ.með tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna sem börn á stofnunum búa við. Meðfylgjandi tilmælunum er að finna skýringar og athugasemdir. Tilmæli ráðherranefndarinnar þykja marka tímamót þar sem á alþjóðavettvangi hefur ekki fyrr verið skilgreint hvaða réttindi börn sem dvelja á stofnunum eiga að njóta. Í Evrópu einni eru nokkur milljón barna sem dveljast á stofunum í lengri eða skemmri tíma, sum jafnvel frá barnæsku. Flest eru þau í ríkjum austur- og mið Evrópu og er þess vænst að tilmælin hafi einkum áhrif á aðstæður barna þar. Á Íslandi hafa verið í gildi sérstakar reglur um réttindi barna á stofnunum sem Barnaverndarstofa setti árið 1997.

Tilmælin eru samin af sérfræðinganefnd sem starfaði á vettvangi Evrópuráðsins 2001 til 2004 og sat Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í nefndinni. Í tengslum við þá vinnu var Braga falið að semja skýrslu sem hefði að markmiði að varpa ljósi á áhrif stofnanadvalar á börn, aðgerðir til að varna stofnanavist ofl. Skýrslan, sem ber heitið “Children in Instituitions, Prevention and Alternative Care”, verður gefin út í bókarformi ásamt tilmælum ráðherranefndarinnar fljótlega.

Tilmæli ráðherranefndarinnar ásamt skýringum má lesa hér:

Recommendation Rec(2005)5 of the Committee of Ministers to member states on the rights of children living in residential institutions



Explanatory Report-children living in residential institutions

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira