Réttindi barna á stofnunum

23 mar. 2005

Hinn 16. mars sl. samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins sérstök tilmæli til aðildarríkjanna er varðar réttindi barna á stofnunum, “Reccommendation on the Rights of Children Living in Institutions”. Um er að ræða útfærslu á réttindum barna skv. Barnasamningi S.þ.með tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna sem börn á stofnunum búa við. Meðfylgjandi tilmælunum er að finna skýringar og athugasemdir. Tilmæli ráðherranefndarinnar þykja marka tímamót þar sem á alþjóðavettvangi hefur ekki fyrr verið skilgreint hvaða réttindi börn sem dvelja á stofnunum eiga að njóta. Í Evrópu einni eru nokkur milljón barna sem dveljast á stofunum í lengri eða skemmri tíma, sum jafnvel frá barnæsku. Flest eru þau í ríkjum austur- og mið Evrópu og er þess vænst að tilmælin hafi einkum áhrif á aðstæður barna þar. Á Íslandi hafa verið í gildi sérstakar reglur um réttindi barna á stofnunum sem Barnaverndarstofa setti árið 1997.

Tilmælin eru samin af sérfræðinganefnd sem starfaði á vettvangi Evrópuráðsins 2001 til 2004 og sat Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í nefndinni. Í tengslum við þá vinnu var Braga falið að semja skýrslu sem hefði að markmiði að varpa ljósi á áhrif stofnanadvalar á börn, aðgerðir til að varna stofnanavist ofl. Skýrslan, sem ber heitið “Children in Instituitions, Prevention and Alternative Care”, verður gefin út í bókarformi ásamt tilmælum ráðherranefndarinnar fljótlega.

Tilmæli ráðherranefndarinnar ásamt skýringum má lesa hér:

Recommendation Rec(2005)5 of the Committee of Ministers to member states on the rights of children living in residential institutionsExplanatory Report-children living in residential institutions

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira