Mismunandi sýn á barnavernd milli landa - ný norræn rannsókn um norrænt barnaverndarstarf

6 apr. 2005

Mismunandi sýn og viðhorf til vandamála og það í hve ríkum mæli barnaverndarstarfið er metið út frá vandamálum foreldranna eða þörfum barnsins leiðir til ólíkrar framkvæmdar í barnaverndarmálum í ólíkum löndum. Þetta eru m.a. niðurstöður sem finna má í ný útkomnni norrænni rannsókn um barnavernd. Rannsóknin nefnist "Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið" og kom nýlega út í Noregi, ritstýrð af Turid Vogt Grinde.

Í rannsókninni sem fram fór í Noregi, Danmörku og Íslandi er leitast við að skoða hvort hægt sé að sjá hvort þessi lönd bregðist við á ólíkan hátt í barnaverndarstarfi, þegar verið er að fást við samskonar vandamál. Í seinni hluta rannsóknarinnar var skoðað hver og hvernig ákvarðanir eru teknar í "þyngri" barnaverndarmálum þ.e. þegar vista þarf barn utan heimils. Þar kom m.a. fram að barnaverndarkerfin eru ólík og því er erfitt að bera sjálft ákvörðunarferlið saman. Sem dæmi um þetta má nefna að "þvingun" er skilgreind á mismunandi hátt, sem aftur leiðir til þess að ákvörðunartakan verður ólík. Þá kom einnig í ljós að afar mismunandi er hversu skýrt barnið sjálft sést í ferlinu og hve mikil áhersla er lögð á að rödd þess heyrist.

Norræna ráðherranefndin veitti styrk til rannsóknarinnar sem var stjórnað af Turid Vogt Grinde, sálfræðingi og rannsakanda hjá Norsk institutt for forskning om oppvekst, velferd og aldring (NOVA). Aðrir sem unnu að rannsókninni voru Vigdis Bunkholt, sálfræðingur, Noregi, Tine Egelund, rannsakanda hjá Socialforskningsinstituttet í Danmörku og Anni G. Haugen, félagsráðgjafa hjá Barnaverndarstofu

Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna á heimasíðu NOVA: www.nova.no þar sem einnig er hægt að panta hana.

Íslenski hluti rannsóknarinnar kom út sl. sumar og má finna á heimasíðu Barnaverndarstofu: www.bvs.is. Einnig er hægt að nálgast hana hjá bóksölu stúdenta.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica