Nýjung í meðferð barna og unglinga - MST ráðstefna 12.maí nk.

20 apr. 2005

Barnaverndarstofa hefur um nokkurt skeið leitað leiða til að efla og auka á fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga sem eiga við hegðunarraskanir að stríða, sýna andfélagslega hegðun, afbrotahegðun og ástunda neyslu vímuefna. Á síðari árum hefur svonefnd MST meðferð rutt sé mjög braut í Bandaríkjunum og víðar með mjög góðum árangri. T.d. hafa Norðmenn innleitt þessa meðferðaraðferð á landsvísu undanfarin sjö ár en Svíar og Danir hafa nú fylgt í kjölfarið. Barnarverndarstofa kannar nú möguleika á að hrinda þessari meðferðarstefnu í framkvæmd hérlendis.

MST-Multisystemic Treatment eða fjölþáttameðferð er hnitmiðuð meðferð, sem beinist að gervöllu félagslegu umhverfi barns/unglings, fjölskyldu, vinahóp, skóla tómstundum o.s.frv. Aðferðin byggir á þekktum félagsmótunarkenningum og viðfangsefnið er að vinna gegn þeim áhættuþáttum sem valda og viðhalda óæskilegri hegðun. Meðferðin er valkostur við stofnanameðferð, ekki er um það að ræða að barn sé tekið af heimili heldur er þvert á móti talið mikilvægt að barn dvelji á eigin heimili á meðan íhlutun fer fram. Fjölskyldan hefur aðgang að meðferðaraðila allan sólarhringinn og alla daga vikunnar, ef því er til að skipta. Framkvæmdin byggir að verulegu leyti á samstarfi við skóla barnsins, en jafnframt er mikilvægt að aðrir aðilar svo sem heilsugæsla og lögregla styðji við framkvæmdina. Undanfarin ár hefur þessari fjölþáttameðferð verið beitt við margvíslegum vanda öðrum en meðferðinni var upphaflega ætlað að mæta, t.d. hegðunarerfiðleikum sem rekja má til geðraskana, uppeldisvenjum foreldra sem hafa vanrækt börn sín eða beitt þau harðræði osfrv.

Barnaverndarstofa efnir til ráðstefnu um MST meðferðina hinn 12. maí n.k. Aðalfyrirlesari er dr. Scott Henggeler, sem er forvígismaður MST kerfisins, en með honum koma nokkrir samverkamenn við Læknaháskólann í Suður Karólínufylki sem þróað hafa þessa meðferð, ásamt Terje Ogden prófessor við Oslóarháskóla, sem hefur haft með höndum árangursmat á innleiðingu MST í Noregi undanfarin ár. Á ráðstefnunni verður m.a. gerð grein fyrir fræðilegum grunni meðferðarinnar, framkvæmd hennar í Bandaríkjunum og Noregi og þeim árangri sem náðst hefur.

Þar sem MST meðferðin beinist að gervöllu umhverfi barnsins/unglingsins, leggur Barnaverndarstofa mikla áherslu á að leita eftir þátttöku skóla, heilsugæslu, lögreglu og annarra þeirra aðila sem koma að þeim vanda sem hér um ræðir. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan en þar koma m.a. fram upplýsingar um skráningu, þátttökugjald ofl. Einnig eru ýmsar greinar um MST en einnig glærur úr fyrirlestrunum sem haldnir verða á ráðstefnunni.

Dagskrá

Fyrirlestrar:
Ávarp Braga Guðbrandssonar
Fyrirlestur - dr. Scott Henggeler
Fyrirlestur - dr.Terje Ogden
Fyrirlestur - Melisa D. Rowland
Fyrirlestur - dr. Cynthia Swenson
Fyrirlestur um MST

Greinar:
Decreasing Effect Sizes for Effectiveness Studies
Ecological Treatment for Parent to Child Violence
Evidence-Based Psychotherapies for Children and Adolescents
MST-Therapy with Youth Exhibiting Significant Psychiatric Impairment
MST-A Meta Analysis of Outcome Studies
MST treatment of Antisocial Adolescents in Norway

MST heimasíða
Eldri frétt um MST
MST í Noregi


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira