Átak Sameinuðu þjóðanna: ofbeldi gegn börnum

18 júl. 2005

Í nóvember 2001 samþykkti allsherjarþing S.Þ. að láta framkvæma ítarlega alþjóðlega rannsókn á ofbeldi gegn börnum. Ákveðið var að rannsóknin tæki m.a. til ofbeldis gegn börnum innan fjölskyldunnar, í skólum, á stofnunum og í nærsamfélaginu, þar sem áhersla væri lögð á breytilegar myndir ofbeldis t.d. líkamlegra refsinga, vanrækslu og eineltis. Dagana 5-7 júlí var haldin ráðstefnan “Act Now: Stop Violence Against Children; Regional Consultation for the UN Study on Violence Against Children”, í Ljubljana, Slóveníu. Þátt tóku sendinefndir frá ríkjum Evrópu og Mið Asíu en tilgangur ráðstefnunnar var að ræða áfangaskýrslur sem teknar hafa verið saman um þessi viðfangsefni og samhæfa sjónarmið og aðgerðir ríkjanna til að stemma stigu við hvers konar ofbeldi gegn börnum. Sams konar ráðstefnur eru haldnar í öllum heimsálfum um þessar mundir. Ríkisstjórn Slóveníu skipulagði ráðstefnuna í samvinnu við Barnahjálp S.Þ., UNICEF, og Evrópuráðið. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var einn af ráðstefnustjórum fundarins.
Nánari upplýsingar um rannsóknina og niðurstöður ráðstefnunnar má finna á vefsíðunni http://www.violencestudy.org/europe-ca/

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica