Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna: leiðbeinandi reglur um réttarstöðu barna án traustra forsjáraðila

20 sep. 2005

Á vegum Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna nú unnið að því að semja leiðbeinandi reglur (Guidelines) um réttarstöðu barna sem ekki njóta forsjá foreldra sinna. Þetta kom fram á umræðudegi Barnaréttarnefndinnar sem haldinn var í Gefn 16. september sl. um efnið: “Children without parental care”. Evrópuráðið fól Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu að kynna hin nýju Tilmæli Ráðherranefndarinnar (Rec. (2004)4) um réttindi barna á stofnunum á umræðudegi Barnaréttarnefndarinnar. Í erindi sínu lagði Bragi til að hugað yrði sérstaklega að því hvort ekki væri rétt að slíkar reglur um réttarstöðu barna án forsjár foreldra yrðu gerðar að valfrjálsum viðauka við Barnasáttmála Sþ.

Aðstæður barna á stofnun og réttindi barna sem ekki njóta traustra forsjáraðilar hefur verið gefinn mikill gaumur á alþjóðlegum vettvangi síðustu misserin. Þessu veldur annars vegar aukin þekking um skaðleg áhrif stofnanauppeldis á börn og hins vegar sú staðreynd að víða í heiminum fer þeim börnum fjölgandi sem ekki njóta fjölskylduverndar og alast upp á stofnunum jafnvel alla bernsku sína. Þátttaka á umræðudegi Barnaréttarnefndarinnar endurspeglar mikilvægi þessara mála en á þriðja hundrað fulltrúar flestra aðildarríkja Sþ. sóttu fundinn ásamt öllum alþjóðastofnunum og samtökum sem vinna að bættum réttindum barna, svo sem Unicef og Safe the Children. Sjá má upplýsingar um dagsskrá umræðufundarinns og skýrslur og önnur gögn fundarinns á heimasíðu Barnaréttarnefndarinnar: http://www.ohchr.org

Þess má geta að Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum hafa mælst afar vel fyrir. Fyrr í þessum mánuði var efnt til ráðstefnu á vegum Eystrasaltsráðsins í borginni Yaroslavl í Rússlandi þar sem tilmæli Evrópuráðsins voru aðal viðfangsefnið og flutti Bragi Guðbrandsson erindi um efnið. Þá hefur félagsmálaráðuneyti Eistlands óskað eftir því að Bragi kynni tilmælin á ráðstefnu sem haldin verður í Tallin í október í tengslum í stjórnarfund samstarfsnefndar Eystrasaltsráðsins í málefnum barna, “Children at risk”, sem þar verður haldinn.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica