Ræða hennar hátignar Silviu drottningar

11 okt. 2005

Eins og fram hefur komið var fyrsta Barnahúsið í Svíþjóð opnað með formlegum hætti hinn 30. september sl. Hennar hátign Silvía drottning klippti á borða við opnun hússins og flutti stutt ávarp við þetta tilefni. Í ávarpinu, sem lesa má hér í íslenskri þýðingu, kemur fram hvað heimsókn hennar í íslenska Barnahúsið fyrir ári síðan hafði haft mikil áhrif á hana. Það hlýtur að vera okkur mikið gleðiefni að hafa haft jafn mikil áhrif á þróun þessa málaflokks í Svíþjóð og raun ber vitni um. Það er táknrænt fyrir þetta að Svíar hafa ákveðið að nota nafnið “Barnahus”, sem er að sjálfsögðu íslenska heitið og er þannig nýyrði í sænsku máli!

Athöfnin var mjög hátíðleg en hana sóttu á þriðja hundrað manns. Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, flutti ræðu við þetta tilefni, sem lesa má hér í íslenskri þýðingu. Áður var haldinn fjölsóttur fréttamannafundur, sem Bragi tók þátt í ásamt fulltrúum þeirra stofnana og níu sveitarfélaga sem að Barnahúsinu í Linköping standa. Fram kom á þeim fundi að víða í Svíþjóð er nú unnið að undirbúningi fleiri Barnahúsa, t.d. í Stokkhólmi, Umeå og Malmö, í samræmi við tilmæli sænska dómsmálaráðherrans, en hann heimsótti íslenska barnahúsið á sínum tíma.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica