Norskt Barnahús?

1 nóv. 2005

Í síðustu viku kom hingað til lands sendinefnd frá norskum stjórnvöldum í því skyni að kynna sér starfsemi Barnahúss hérlendis. Um er að ræða nefnd nokkurra ráðuneyta, sem skipuð var í tengslum við samþykkt aðgerðaráætlunar í Noregi gegn kynferðislegu- og líkamlegu ofbeldi á börnum fyrir árin 2005 til 2006 (Strategi mod seksuelle of fysiske overgrep mot barn, sjá:
www.odin.dep.no

Í aðgerðaráætluninni er sérstaklega fjallað um íslenska barnahúsið og er lagt til að dómsmálaráðuneyti Noregs hafi umsjón með undirbúningi að stofnun Barnahúss í tilraunaskyni á árinu 2006 (sjá bls. 27 í áætluninni).

Nefndin sem hingað kom fundaði með forstjóra Barnaverndarstofu, forstöðumanni og öðru starfsliði í Barnahúsi og heimsótti jafnframt embætti ríkissaksóknara, héraðsdóm Reykjaness og Fjölskylduþjónustu Hafnafjarðar. Héðan hélt nefndin síðan til vesturstrandar Bandaríkjanna í því skyni að heimsækja Children Advocacy Centres, og hafði Barnaverndarstofa milligöngu um tilhögun þeirrar heimsóknar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica