Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda í september 2005

9 nóv. 2005

Í september bárust barnaverndarnefndum landsins 519 tilkynningar varðandi 477 börn. 72% tilkynninganna (374) komu frá höfuðborgarsvæði en 28% frá landsbyggðinni (143). Af þessum 519 tilkynningum bárust 24 tilkynningar í gegnum neyðarlínuna 1-1-2.

Ástæður tilkynninga skiptust þannig að 39,5% voru vegna vanrækslu, 19,5% vegna ofbeldis, 40% vegna áhættuhegðunar barna og 1% (3) vegna þess að heilsu eða líf ófædds barns var í hættu.

Flestar tilkynningar komu frá lögreglu og voru 45% allra tilkynninga.
Tilkynningum fjölgaði umtalsvert frá því í ágúst en þá voru þær 311.

Hér má sjá nánari sundurliðun á tilkynningum í september


Þetta vefsvæði byggir á Eplica